Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1934, Side 13

Eimreiðin - 01.10.1934, Side 13
eimreiðin EINAR BENEDIKTSSON, S]ÖTUOUR 339 °2 álfur, kveði um forna hámenning erlendra heimsríkja eða fækni og vélamenningu nútímans, er ætíð sama rammíslenzka markið á öllu. Undiralda allra hans ljóða er íslenzk tunga, íslenzk saga og menning. Hann hefur gert þá stórfeldustu lilraun, sem íslenzk bókmentasaga síðari alda hefur af að segja, til að endurskapa norræna ljóðlist í þeim hetjuanda, sem áður einkendi hana. Bjarni Thorarensen, Grímur Thom- sen og Matthías Jochumsson eru allir á sömu leiðum, en hann fer lengra en þeir. Hann forðast að lenda í aðfluttri lýrik síðari tíma. Hann hamlar gegn áhrifum hennar, sýnir henni tómlæti, sem nálgast andúð. Hann sér í henni veiklun ^ynþáttarins, rótnögun hins norræna stofns, og hann hefur viljað stofna nýjan skóla, af fornum arfi, í skáldment íslands og gert það. Áhrif hans á yngri ljóðskáld Iandsins eru víða auðsæ. Sigurður prófessor Nordal hefur réttilega bent á t>að í inngangi sínum að úrvali kvæða Einars (Islenzk lestrar- bók, bls. 320—321), að það sé ekki öðrum hent að þræða Qötu hans í ljóðlist, en tekur jafnframt fram, að með skáld- skap sínum hafi »hann markað íslenzkum bókmentum fram- hðarinnar meginstefnu, sem yngri skáld mega vel fram halda: að nema sem víðast ný lönd í lýsingum sínum, en slaka þó hvergi á kröfum til íslenzkrar tungu og stíls*. Það er verk hókmentafræðinga vorra að rekja þessa meginstefnu Einars Benediktssonar í ljóðum þeirra skálda, sem taka við af hon- um. Það skal því ekki reynt hér. En hann hefur þegar með Ijóðlist sinni haft allvíðtæk áhrif á ljóð sumra úr hópi yngstu skáldakynslóðarinnar, og sennilega eiga þau áhrif eftir að verða enn meiri. II. Einar Benediktsson er fæddur á Elliðavatni í Seltjarnarnes- hreppi, tekur stúdentspróf úr lærða skólanum árið 1884, lekur próf í lögum við Kaupmannahafnar-háskóla 18. maí 1892, gefur út blaðið »Dagskrá« í Reykjavík á árunum 1896— 1898, málaflutningsmaður við yfirréttinn 1898-1904, og sýslumaður í Rangárvallasýslu 1904—1907. Dvelst síðan ýmist eHendis eða hér á landi, án þess að hafa fast embætti, og hefur nú síðustu árin dvalið í Herdísarvík í Selvogi. Hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.