Eimreiðin - 01.10.1934, Síða 13
eimreiðin EINAR BENEDIKTSSON, S]ÖTUOUR 339
°2 álfur, kveði um forna hámenning erlendra heimsríkja eða
fækni og vélamenningu nútímans, er ætíð sama rammíslenzka
markið á öllu. Undiralda allra hans ljóða er íslenzk tunga,
íslenzk saga og menning. Hann hefur gert þá stórfeldustu
lilraun, sem íslenzk bókmentasaga síðari alda hefur af að
segja, til að endurskapa norræna ljóðlist í þeim hetjuanda,
sem áður einkendi hana. Bjarni Thorarensen, Grímur Thom-
sen og Matthías Jochumsson eru allir á sömu leiðum, en
hann fer lengra en þeir. Hann forðast að lenda í aðfluttri
lýrik síðari tíma. Hann hamlar gegn áhrifum hennar, sýnir
henni tómlæti, sem nálgast andúð. Hann sér í henni veiklun
^ynþáttarins, rótnögun hins norræna stofns, og hann hefur
viljað stofna nýjan skóla, af fornum arfi, í skáldment íslands
og gert það. Áhrif hans á yngri ljóðskáld Iandsins eru
víða auðsæ. Sigurður prófessor Nordal hefur réttilega bent á
t>að í inngangi sínum að úrvali kvæða Einars (Islenzk lestrar-
bók, bls. 320—321), að það sé ekki öðrum hent að þræða
Qötu hans í ljóðlist, en tekur jafnframt fram, að með skáld-
skap sínum hafi »hann markað íslenzkum bókmentum fram-
hðarinnar meginstefnu, sem yngri skáld mega vel fram halda:
að nema sem víðast ný lönd í lýsingum sínum, en slaka þó
hvergi á kröfum til íslenzkrar tungu og stíls*. Það er verk
hókmentafræðinga vorra að rekja þessa meginstefnu Einars
Benediktssonar í ljóðum þeirra skálda, sem taka við af hon-
um. Það skal því ekki reynt hér. En hann hefur þegar með
Ijóðlist sinni haft allvíðtæk áhrif á ljóð sumra úr hópi yngstu
skáldakynslóðarinnar, og sennilega eiga þau áhrif eftir að
verða enn meiri.
II.
Einar Benediktsson er fæddur á Elliðavatni í Seltjarnarnes-
hreppi, tekur stúdentspróf úr lærða skólanum árið 1884,
lekur próf í lögum við Kaupmannahafnar-háskóla 18. maí
1892, gefur út blaðið »Dagskrá« í Reykjavík á árunum 1896—
1898, málaflutningsmaður við yfirréttinn 1898-1904, og
sýslumaður í Rangárvallasýslu 1904—1907. Dvelst síðan ýmist
eHendis eða hér á landi, án þess að hafa fast embætti, og
hefur nú síðustu árin dvalið í Herdísarvík í Selvogi. Hann