Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1934, Page 16

Eimreiðin - 01.10.1934, Page 16
342 EINAR BENEDIKTSSON, SJÖTUGUR eimreiðiN III. Trú Einars Benediktssonar á land sitt og þjóð, tungu þess, sögu og framtíð, er svo takmarkalaus, að hún hefur af sumum verið nefnd oftrú. Hann á ekkert kærara yrkisefni en ísland. Andúð hans á kendarljóðgerð nútímans lýsir sér meðal annars í því, að hann yrkir sjaldan um eigin gleði og sorgir. Kvaeði hans eru að mestu laus við andvörp og stunur. Hann er hinn arnfleygi andi, sem hvessir sjónir á fortíð, samtíð og framtíð og lýsir í sterkum stuðlum skáldsýnum sínum. Hann meitlar myndir í málið, eins og höggmyndasmiðurinn í steininn. Hann hefur lýst landi sínu og þjóð frá margvíslegum sjónarmiðum. Myndir hans geta fylt hugann kulda og hrolli, eins og þessi úr kvæðinu Hafísinn: Heiðarnar eru línhvít lílt lögð við hamranna dökhu fjalir. Blómin sín jarða daprir dalir. Það dregur násúg um skaga og vík. Túngrösin kynbætt af þúsund þrautum við þúfuna grúfa í neðstu Iautum. Haginn er litlaus, lóslitin flík. Lífsmörkin krjúpa í felur í jurtanna skautum. Hver kyrð og þögn — hvílíkt endalaust eyði er úthafsins volduga marmaraleiði. Þeir, sem hafa lifað landföst hafþök af ís að vorlagi, ltfa slíkt upp aftur við lestur þessa kvæðis. En það er fjarri þvl að hið helstorkna ríki íssins fái bugað hið norræna þrek: Með blóðrás helsins hann streymir til stranda og styrkir hvern kraft út á yzta þröm. — I skrautsölum öræfaauðnar og þagnar andinn þekkir sig sjálfan og fagnar, og krosslýðsins hljóðu hetjuverk hefja sig upp yfir frægðina ljóða og sagnar. En skáldinu lætur jafn vel að bregða upp mynd af landinu í sumarskrúði. Um jörð og hjörð er heiður friðarbjarmi. Hér hallast bygðin örugg fjalls að barmi,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.