Eimreiðin - 01.10.1934, Síða 16
342 EINAR BENEDIKTSSON, SJÖTUGUR eimreiðiN
III.
Trú Einars Benediktssonar á land sitt og þjóð, tungu þess,
sögu og framtíð, er svo takmarkalaus, að hún hefur af sumum
verið nefnd oftrú. Hann á ekkert kærara yrkisefni en ísland.
Andúð hans á kendarljóðgerð nútímans lýsir sér meðal annars
í því, að hann yrkir sjaldan um eigin gleði og sorgir. Kvaeði
hans eru að mestu laus við andvörp og stunur. Hann er hinn
arnfleygi andi, sem hvessir sjónir á fortíð, samtíð og framtíð
og lýsir í sterkum stuðlum skáldsýnum sínum. Hann meitlar
myndir í málið, eins og höggmyndasmiðurinn í steininn. Hann
hefur lýst landi sínu og þjóð frá margvíslegum sjónarmiðum.
Myndir hans geta fylt hugann kulda og hrolli, eins og þessi
úr kvæðinu Hafísinn:
Heiðarnar eru línhvít lílt
lögð við hamranna dökhu fjalir.
Blómin sín jarða daprir dalir.
Það dregur násúg um skaga og vík.
Túngrösin kynbætt af þúsund þrautum
við þúfuna grúfa í neðstu Iautum.
Haginn er litlaus, lóslitin flík.
Lífsmörkin krjúpa í felur í jurtanna skautum.
Hver kyrð og þögn — hvílíkt endalaust eyði
er úthafsins volduga marmaraleiði.
Þeir, sem hafa lifað landföst hafþök af ís að vorlagi, ltfa
slíkt upp aftur við lestur þessa kvæðis. En það er fjarri þvl
að hið helstorkna ríki íssins fái bugað hið norræna þrek:
Með blóðrás helsins hann streymir til stranda
og styrkir hvern kraft út á yzta þröm. —
I skrautsölum öræfaauðnar og þagnar
andinn þekkir sig sjálfan og fagnar,
og krosslýðsins hljóðu hetjuverk
hefja sig upp yfir frægðina ljóða og sagnar.
En skáldinu lætur jafn vel að bregða upp mynd af landinu
í sumarskrúði.
Um jörð og hjörð er heiður friðarbjarmi.
Hér hallast bygðin örugg fjalls að barmi,