Eimreiðin - 01.10.1934, Síða 19
eimreiðin EINAR BENEDIKTSSON, SJOTUGUR 345
Old! Kom sem bragur með lyflandi lag
og leiddu oss upp í þann sólbjarta dag.
Láttu oss tómlæti’ í tilfinning snúa,
í trú, sem er fær það, sem andinn ei nær.
Því gullið sjálft veslast og visnar í augum
þess vonlausa, trúlausa, dauða úr taugum.
Að elska, að finna æðanna slag,
að æskunni í sálinni hlúa,
það bætir oss meinin, svo heimurinn hlær,
svo höllinni bjartar skín kotungsins bær.
Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking,
sé hjartað ei með, sem undir slær.
Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa,
á guð sinn og land sitt skal trúa.
Einar Benediktsson trúir á framtíð þjóðar sinnar, og það
er innblástur í orðum hans, sem minnir á spámenn ísraels,
t>egar hann er að lýsa framtíð guðs útvöldu þjóðar. Því ís-
lenzka þjóðin er útvalin þjóð í augum hans, eins og gyðinga-
bjóðin var í augum spámanna hennar. Köllun Fróns er há-
leit. Saga landsins hefur undirbúið hana, og hún er ákveðin
' samræmi við vilja máttarvaldanna, ef þjóðin bregst ekki
skyldum sínum.
IV.
Utþráin hefur verið rík í Islendingum og er það enn. Ef
ttiiðað er við fólksfjölda og efnahag, mun varla nokkur þjóð
verja eins miklu í ferðalög og þeir. Einkum hafa skáldin
verið fararfús, þótt oft hafi pyngjan verið létt, er ýtt var úr
Ver> og meira en tóm, er snúið var heim aftur. Sú skoðun
*'9gur í loftinu, að það sé nauðsynlegt fyrir skáld og rithöf-
Vnda að ferðast mikið, sjá sig um í heiminum. Þó er þetta
sannað mál, og benda má á afburðahöfunda, sem lítt eða
ekki hafa ferðast, lifað kyrlátu lífi í heimahögum og samið
Pfr öll sín verk. Það skal látið ódæmt hvort Einar Bene-
diktsson hefði orðið það skáld sem hann er, ef hann
heföi ekki verið tíðum í förum og dvalið langvistum með
éörum þjóðum. Því eins og kunnugt er, hefur hann ferðast
‘n'kið og mun einhver víðförlasti íslendingur, sem nú er uppi.
aÖ má þó telja víst, að ekki hefði hann ort af jafn mikilli
Pekkingu um sum erlend efni, lönd og þjóðir, ef hann hefði