Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1934, Side 22

Eimreiðin - 01.10.1934, Side 22
348 EINAR BENEDIKTSSON, SJÖTUGUR eimreiðiN V. { heimsskoðun Einars Benediktssonar ber mest á einhygSlu og algyðistrú. Hann hefur tvímælalaust orðið fyrir áhrifurri frá austrænni dulspeki, og leitast við að sameina hana og norræna goðafræði Eddusagnanna í eitt kerfi. Hann hefur sjálfur í ritgerð sinni Alhygd bent á skyldleika milli Eddu og Vedabókanna, og í sömu grein skýrir hann frá kynnum sínum af mönnum frá Austurlöndum, sem sönnuðu honutf »óbrotið samband við þann anda, sem er ekki bundinn vi5 stund né stað«. I kvæðum Einars gætir einhyggjunnar o3 algyðistrúarinnar upp aftur og aftur. Tvíhyggjan er blekkmS- Hann sér einhyggjuna í öllu, smáu og stóru, og veit, að sanna vizku öðlast enginn án þess að koma auga á þetta. Alveran er ekki til orðin af ólíkum öflum. »Ein bjargföst heild er alt- í lofti og grunni*. Það er ein allsherjarorka að baki skyU' heiminum, alheimsandinn, heimsvitundin eða paramatma yóga' fræðanna, og öll hin sýnilega tilvera er aðeins endurskm hennar. Hver stjarna, hvert blóm, hver maður og hver kona er endurvarp frá þessari heimsvitund. Það sem var, er og verður, er til í eilífri verund alheimsandans, sem hafinn er yfir öll takmörk tíma og rúms. Skynheimurinn, þetta sem Hindúar kalla maya, er fálmynd að því leyti, að hann sýn*r oss ekki sannleikann eins og hann er í raun og veru, etl hann er endurskin guðdómsins, eins og vér ófullkomnir menn fáum skilið hann, og verðskuldar því bæði tilbeiðslu og l°*n ingu. Skáldið fer engar troðnar kirkjuslóðir, en niðurstoður hans verða að lokum líkar í mörgum atriðum eins og niður stöður kirkjunnar. Hann á aldrei of sterk orð til að Wsn blessun trúarinnar og fórnarlundarinnar. í kvæðinu Hnattasun eru þessi erindi: Dularlög semur stjarnastiórnin, með stranga dóma í eigin sök. Skammuinna æfi, þú verst f vök, þitt verðmæti gegnum lífið er fórnin. En til þess veit eilífðin alein rök. Hafknörinn glæsti og fjörunnar flak fljóta bæði. Trú þú og vak.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.