Eimreiðin - 01.10.1934, Blaðsíða 24
350 EINAR DENEDIKTSSON, SJÖTUOUR eimreiðiN
lægur herkonungur á himnum uppi. ívist hans alstaðar er
skáldinu alger veruleiki. Og í kvæðinu Stórisandur, sem er
ort tólf árum síðar, lýsir hann þessum veruleika í hendingui11
eins og þessum:
í smásjá hugans lít ég sömu leiki
í Ijóskonungsins tafli um alla geima.
Hver duptsins ögn er bygging heilla heima,
með himna segulmætti og stjarnareiki.
I eining og í alnánd telst hjá drottni
hver aflsins mynd, frá tindi að hafsins botni.
Skáldið er þaulkunnugt nýjustu rannsóknum vísindamann-
anna á aðgreiningu frumefnanna og leysingu öreindanna upp 1
nýjar smæðir. Hann þekkir lögmál kraftarins í efna- og eðliS'
fræði nútímans, og alt ber þetta að sama brunni og styrktf
trú hans á allsherjarorkuna, sem að baki skynheiminum byr;
hið almáttka vald, guð.
VI.
Einar Benediktsson hefur þýtt talsvert úr erlendu máli af
ljóðum, en mesta afrek hans í þeirri grein er þýðing hans u
skáldverki Ibsens: Peer Gynt. Það mun hafa verið fremur a
tilviljun en ætlun þýðandans, að verk þetta komst nokkuru
tíma út á íslenzku. Hann hafði glímt lengi við þýðingun3'
byrjað á henni veturinn 1888 — 89, þýtt sum kvæðin upp a^ur
og aftur, en fanst alt af eitthvað að. Enda er ekki áhlaupa'
verk að þýða þetta myrkasta leikrit hins norska skálds. Loks
var þolinmæði þýðanda á þrotum, og hafði hann lagt hand
ritið til hliðar, hugðist helzt ekki hirða um það frekar, Þvl
enn fanst honum ekki nógu vel frá þýðingunni gengið. E^*r
nokkurn tíma tók hann það þó fram aftur, og einn af vinUUj
hans tók að sér að hreinskrifa það og hvatti þýðandann
að koma því á prent. Og varð það þá úr, að þýðingin ^r
gefin út í 30 eintökum aðeins, sem til sölu voru ætluð. £
seinna kom ritið út í miklu stærra upplagi.
En auk þessa verks hefur Einar Ðenediktsson þýtt nokkur
kvæði eftir Longfellow, Drachmann, Fröding, Ómar Kháy3Il1,
Björnson o. fl. í athugasemd aftan við kvæðin í Vogum, Qe
höfundurinn þess, að hann muni gefa út Rubáiyát Om