Eimreiðin - 01.10.1934, Blaðsíða 26
352
EINAR BENEDIKTSSON, S]OTUGUR eimreiðin
er hinn vitsmunalegi slyrkur, mannvit felt í viðjar stuðla og
dýrra orða, sem í kvæðum hans birtist. En það er einnig annað
einkenni á ljóðlist hans, sem ekki verður gengið fram hjá, þegar
meta skal gildi hennar fyrir þjóð hans. Það er hreinleikinn og
heiðríkjan, sem hvarvetna gætir. Þó að leitað sé með Iogandi
ljósi um hið mikla völundarhús hugsunar hans í bundnu máli,
finst þar hvergi saurug Iína, hvergi þessi lævísa veila í tján-
ingu, sem breytt getur guðdómlegri gáfu innblástursins í svarta-
galdur. Skáldið hefur þar verið köllun sinni trúr. Þótt veraldar-
volkið hafi leitt út á margan hálan ís, má aldrei falla skugg1
á ásýnd óðdísarinnar. Hún er »meyjan af ókunna landinu«,
guðdómleg, hrein og ósnortin stígur hún niður til að flytj3
mönnunum ástgjafir sínar, en á hana má ekkert óhreint falla-
Komi það fyrir, er í því fólgin skáldsins dauðasynd. I Ein-
ræðum Starkaðar, þessu stórbrotna sjálfsrýniljóði, þar sem
skáldið metur og vegur öfl sálarinnar, lætur hann óðdísina
mæta henni í sjálfum dauðanum, svo að birtir fram undan:
Með jarðneska kraftsins veig á vör —
úr visnandi höndum ég skálinni fleygði.
Eg heyrdi Ijóð — mitt líf var á för.
Ljósið handan við daginn ég eygði. — —
Og kvæðinu lýkur þannig:
Dagur míns heims varð helsvört nótt —
hann hvarf eins og stjarnan í morgunbjarma.
Guðsdyrnar opnuðust hart og hljótt.
Hirðsveinar konungsins réttu út arma.
Fjördrykkinn eilífðar fast ég drakk;
þá féll mín ásýnd á jörð eins og gríma.
Heiðingjasálin steypti stakk. —
Eg steig fyrir dómara allra tíma.
Og þannig lýkur hverju kvæði að síðustu.
Á sjötugsafmæli skáldsins Einars Benediktssonar leg9ur
þjóðin sveig að höfði honum og krýnir hann skáldkonung sinn-
Hún gerir það ekki með háværum veizluhöldum, heldur 1
kyrþey, en þakklát — og hrærð.
31. október 1934.
Sveinn Sigurðsson