Eimreiðin - 01.10.1934, Blaðsíða 33
eimreiðin
NAPÓLEON DÓNAPARTE
359
— Nei, heyrðu annars? Hvað ætlarðu að verða? Þú
Tninnir mig á einhverja mynd!
— Það skilur enginn hvað ég ætla að verða, sagði hann
Wyrkur.
— Ætlarðu að verða sýslumaður? spurði hún.
— Af hverju heldurðu það?
— Það er af því þú gengur með gleraugu, eins og sýslu-
Waðurinn.
—■ Nei, sagði hann. Þetta eru miklu betri gleraugu heldur
en gleraugun sýslumannsins. Þó mér væri boðin sýslan, þá
mundi ég ekki taka við henni. Hvað þá heldur, að ég mundi
saakja um hana.
Hún horfði á hann dálitla stund í daufum glampanum, sem
steig upp til þeirra að neðan. Svo leit hún niður fyrir sig.
Svo leit hún á hann aftur. Þó honum væri boðin sýslan.
Hver var þessi maður? Hún hugsaði um það í nokkra daga,
en sagði engum frá því. Inst inni miklaðist henni slíkur
maður, sem vildi ekki einu sinni taka við sýslunni, þótt hon-
um væri boðin sýslan. En hún þorði ekki að segja neinum
frá því, af ótta við að hann mundi verða kallaður bjáni. Þótt
hann væri kominn af kotungum, þá var eitthvað í augum
tans, sem hún gat ekki hætt að hugsa um. Það voru mörg
dæmi þess, að viljasterkir unglingar hæfust af sjálfum sér,
bótt þeir væru lítilla manna. Hún hafði lesið um það í bókum.
Kannske var hann einn af þeim.
Þau hittust ekki fyr en nokkrum kvöldum síðar. Hún var
sækja eitthvað í skápa inst á loftinu. Hún þurfti svo oft
ap sækja eitthvað á kvöldin. Hann kemur út úr skonsunni
Sluni á loftinu, og hún segir við hann, að hún þurfi að sækja
dálítið í skáp. En hún var myrkfælin og spurði, hvort hann
v*ldi koma með sér, og þau fara að bogra fyrir framan
tennan skáp, úti í horni, undir súð, og það var alveg svarta-
^nyrkur, og þau kystust alveg ósjálfrátt, lengi, varir hennar
Voru mjúkar, hún var andlengri en hann. Svo heyrist um-
9angur í stiganum, og hún var á bak og 'ourt og hafði gleymt
PVl. sem hún ætlaði að sækja; eða kannske hafði hún fundið
Pað. Það liðu margir dagar, og þau voru aldrei ein. Hann
°kaði við á loftinu á kvöldin, en hún kom ekki, og bæri