Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1934, Page 34

Eimreiðin - 01.10.1934, Page 34
360 NAPÓLEON BÓNAPARTE eimreiðin það við að hann liti á hana á daginn, þá var hún annars hugar, en hann sá að það var kominn á hana nýr svipur. Hann elskaði hana. Hann hugsaði um hana dag og nótt. Fyrir jólin hitti hann hana úti í kirkju. Það átti að messa um jólin, og hún stóð fyrir framan altarið í þykkri peysu og var að fægja stjakana. Hann gekk inn eftir kirkjugólfinu auðmjúkur og sá fegurð hennar fyrir framan ]esú á krossin- um. Hann tók ofan. — Þú hefur ekki viljað tala við mig, sagði hann. — Jæja, sagði hún og brosti. — Er það af því að þú hefur ekki fengið að vita vissu þína um það, sem þú spurðir mig um daginn? — Að hverju spurði ég þig um daginn? — Þú spurðir hvað ég ætlaði að verða. Hann gekk alveg til hennar og horfði á hana sínum tor- ræðu alvöruaugum, sem stundum voru hlaðin myrku vilja' þreki; en oftar á flökti. Hann sagði: Ég ætla að verða mikill maður. Ég skal verða mikill maður. — Hér í sveitinni? spurði hún undrandi og hætti að fægia- — Nei, sagði hann. Það er ekki hægt að verða mikiU maður hér í sveitinni. Það er ekki hægt að leggja undir sig heiminn með því að vinna fyrir sér. Bráðum fer ég til út- landa. Vilt þú bíða eftir mér? — Ef þú verður mjög lengi —, sagði hún hálf sorgbitin og leit niður fyrir sig, — heyrðu, þú mátt ekki verða miö3 lengi. Hann langaði til að fullvissa hana um, að hann skylú* verða eins fljótur og hann gæti, en þorði það ekki, því hon- um bauð í grun að sín biðu langæ stríð, torunnir sigrar, áður en hann hefði lagt undir sig heiminn og orðið mikill maður- — Ég á mikið stríð fyrir höndum, sagði hann. Ég þar^ að vinna marga sigra. Ég veit það er erfitt. En hvað lögðu ekki krossfararnir á sig í fyrri daga? Eða herkonungarnirr sem brutu undir sig heil ríki, til dæmis Napóleon! En ég er ekki hræddur við neitt. Bara ef þú bíður eftir mér. — Já, sagði hún, og horfði í augu hans í barnslegri ringlum því hann raskaði öllum hlutföllum í heimsskynjun hennaB öllum hugmyndum um hið sennilega og hið ósennilega í I'1113
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.