Eimreiðin - 01.10.1934, Blaðsíða 34
360
NAPÓLEON BÓNAPARTE
eimreiðin
það við að hann liti á hana á daginn, þá var hún annars
hugar, en hann sá að það var kominn á hana nýr svipur.
Hann elskaði hana. Hann hugsaði um hana dag og nótt.
Fyrir jólin hitti hann hana úti í kirkju. Það átti að messa
um jólin, og hún stóð fyrir framan altarið í þykkri peysu og
var að fægja stjakana. Hann gekk inn eftir kirkjugólfinu
auðmjúkur og sá fegurð hennar fyrir framan ]esú á krossin-
um. Hann tók ofan.
— Þú hefur ekki viljað tala við mig, sagði hann.
— Jæja, sagði hún og brosti.
— Er það af því að þú hefur ekki fengið að vita vissu
þína um það, sem þú spurðir mig um daginn?
— Að hverju spurði ég þig um daginn?
— Þú spurðir hvað ég ætlaði að verða.
Hann gekk alveg til hennar og horfði á hana sínum tor-
ræðu alvöruaugum, sem stundum voru hlaðin myrku vilja'
þreki; en oftar á flökti. Hann sagði: Ég ætla að verða mikill
maður. Ég skal verða mikill maður.
— Hér í sveitinni? spurði hún undrandi og hætti að fægia-
— Nei, sagði hann. Það er ekki hægt að verða mikiU
maður hér í sveitinni. Það er ekki hægt að leggja undir sig
heiminn með því að vinna fyrir sér. Bráðum fer ég til út-
landa. Vilt þú bíða eftir mér?
— Ef þú verður mjög lengi —, sagði hún hálf sorgbitin og
leit niður fyrir sig, — heyrðu, þú mátt ekki verða miö3
lengi.
Hann langaði til að fullvissa hana um, að hann skylú*
verða eins fljótur og hann gæti, en þorði það ekki, því hon-
um bauð í grun að sín biðu langæ stríð, torunnir sigrar, áður
en hann hefði lagt undir sig heiminn og orðið mikill maður-
— Ég á mikið stríð fyrir höndum, sagði hann. Ég þar^
að vinna marga sigra. Ég veit það er erfitt. En hvað lögðu
ekki krossfararnir á sig í fyrri daga? Eða herkonungarnirr
sem brutu undir sig heil ríki, til dæmis Napóleon! En ég er
ekki hræddur við neitt. Bara ef þú bíður eftir mér.
— Já, sagði hún, og horfði í augu hans í barnslegri ringlum
því hann raskaði öllum hlutföllum í heimsskynjun hennaB
öllum hugmyndum um hið sennilega og hið ósennilega í I'1113