Eimreiðin - 01.10.1934, Blaðsíða 36
362
NAPÓLEON BÓNAPARTE
eimreiðiN
frakkar fást ekki hér, þetta var áður en slíkir frakkar fóru
að flytjast. ]ón Guðmundsson stóð á bryggjunni, en hún þekti
hann ekki, sá hann ekki, og þegar hann ætlaði að ganga •
veg fyrir hana, skauzt hún undan. Sýslumannsfjölskyldan var
komin á vettvang. Það var mikið um fínar heilsanir. Svo
gekk hún upp í kauptúnið við hlið hins unga frakkaklaedda
manns og sýslumannsfjölskyldan í kring eins og óvígur her.
Og Jón Guðmundsson stóð einn eftir á plássinu. Hann sagð1
ekki neitt við neinn, enginn vissi hvað honum bjó í brjósti,
utan hvað hann gekk í búðina eins og í svefni og spurð1
hvort þeir hefðu til frakka. Þeir höfðu ljótan stuttfrakka með
alt of löngum ermum, og hann keypti þetta. Hvað svo •
Hann var í frakka, en átti enga peninga lengur, ranglaði új
úr kaupstaðnum og upp í hlíð. Það var í grænum hvamm1.
hann lá þar með andlitið niður í grassvörðinn, kannske
hefur hann grátið; það er enginn til frásagnar um það. Þetta
var á aprílkvöldi, svo lagðist myrkrið yfir haf og hauður-
Hann heyrði raddir dagsins hljóðna í plássinu hið neðra.
smátt og smátt, nema vindan á millilandaskipinu. Svo bleS
skipið til brottferðar, það blés í fyrsta og annað sinn.
Allir miklir menn hafa einhverntíma gripið til ólögleS1^
ráða, því það fylgir ekki almennum lögum að verða mik»
maður í þessum heimi, sem er svo fjandsamlegur einstakl'
ingnum. Svo gekk hann út í skipið áður en það blés í þrið)a
sinn. Þetta var maður í frakka, maður í nýlegum skóm, a^
vísu lítill maður í samanburði við skóna og frakkann, en þa^
leit enginn fjandsamlega á hann, engum datt í hug að banda
við honum. Bráðum létti skipið akkerum. Það sigldi úr höfm
Það tók stefnu mót opnu hafi, — til annara og betri landa-
Honum hafði þótt öruggara að fela sig í tunnuhlaða a
þilfarinu um kvöldið, en bráðum fór að rigna og honum va^
kalt, honum var ákaflega kalt, og hann hafði gleymt a
borða í gær, hann var svangur, ákaflega svangur. En sv°
fór skipið að rugga, og hann varð veikur, mjög veikur, skrel
fram úr fylgsni sínu og kúgaðist lengi yfir borðstokkmn-
Einhverjir skipverjar rendu forvitnisaugum til þessa einman‘!
farþega, sem stóð hér á þiljum uppi og kúgaðist um
nótt-
Svo fór að birta. Hann sat gagndrepa á tunnu með faeturr,a