Eimreiðin - 01.10.1934, Síða 39
eimreiðin
NAPÓLEON BÓNAPARTE
365
hans. Og hann var ekki mikið stærri en fermingardrengur.
Henni datt í hug útburður, sem hefði elzt í urðinni, kannske
1 hundrað ár. Svo fór maðurinn að umla, en hún heyrði ekki
orðaskil, hann var aðfram kominn, og henni flaug í hug, að
það væri einn af þessum Armeníumönnum, sem þá komu oft
til landsins á flótta undan Tyrkjum. Hún gaf honum mjólk.
Hann virtist í fyrstu eiga erfitt að koma niður þyknaðri
sauðamjólkinni og drakk ekki mikið í senn. Hann settist flöt-
um beinum á völlinn og horfði á þreytta fætur sína, bólgna
og blóðrisa. Svo fékk hann sér aftur teig. Hún var ekki
'engur hrædd.
— Hver er maðurinn? spurði hún, en hann heyrði ekki í
fyrstu. En að lokum svaraði hann, og án þess að hafa augun
af sínum blóðugu fótum:
— Eg heiti Napóleon Bónaparte.
— Það var og, sagði konan og hafði aldrei heyrt hans
9etið fyr. Kemur maðurinn langt að?
Þá bandaði hann í áttina þaðan sem hann hafði komið og
sagði:
— Eg er að flýja. En ég vona, að ég sé búinn að hlaupa
t>á af mér. Ég kom bak við Vatnajökul.
— Aumingja maðurinn, sagði konan. Hvað hefur komið
íyrir þig ?
— Ég er keisari, sagði hann.
—• Ha? sagði konan.
~~ Ég hef endurreist kristindóminn í Danmörku, sagði hann.
— Já, einmitt það, sagði konan.
— Og ég hef gersigrað Tyrki.
— Tyrki? spurði konan.
~~ Já, Tyrki, svaraði hann. Þeir eru fyrir bí.
~~ Jæja, sagði konan. Ég held þér ættuð þá að tala við prestinn.
En hann hélt áfram að virða fyrir sér hina blóðugu fætur sína,
Sem höfðu borið hann svo langa og erfiða leið. Og konan hélt
afram að mjólka. Og þegar hún hafði lokið mjöltum, þá lá hann
a stöðlinum og svaf.
Svo gekk presturinn út á stöðulinn til gestsins. Það var
Samall og góður prestur. Hann vildi bjóða manninum heim
°9 veita honum aðhlynningu. En maðurinn var enn of þrek-