Eimreiðin - 01.10.1934, Page 41
E>MREIÐIN
NAPÓLEON BÓNAPARTE
367
a heimilinu að skipa Napóleon Bónaparte fyrir verkum, —
hann er gestur okkar hér á heimilinu, það hefur enginn yfir hon-
Um að bjóða. Hann var látinn velja sér þau störf, sem hann
hafði á valdi sínu að vinna. Honum gekk aldrei verk hendi firr.
Einhverntíma um haustið tók einn vinnumanna upp á því
að kalla hann ]ón. Napóleon anzaði þessu ekki í fyrstu, en
t>egar það endurtók sig, fór hann að blása, unz hann steig
fram og hrein:
~~ Eg heiti Napóleon Bónaparte.
~~ Nei, sagði maðurinn, þú heitir ]ón Guðmundsson.
Þá varð Bóni alveg æfur, og sagði: Svei þér frá mér^
helvítið þitt! — og ætlaði að leggja hendur á vinnumanninn.
Presturinn skipaði svo fyrir, að enginn skyldi kalla hann öðru
nafni en því, sem hann vildi sjálfur heita. I hæsta lagi mátti
halla hann Bóna. Sjálfur ávarpaði presturinn hann aldrei
öðruvísi en með fullu ættarnafni. Bónaparte, sagði presturinn.
var góður prestur.
Þegar það þótti sýnt, að Napóleon mundi aldrei stíga fæti
1 íveruhúsið á prestsetrinu, þá lét presturinn hólfa af dálitla
skonsu handa honum í annari lambakrónni; þar hafði hann
fle<ið sitt. Maddaman gaf honum ljóstýru til að hafa á kvöldin.
Seinna var bygt nýtt lambhús á Hofi, og þá hafði Napóleon
^ónaparte gamla Iambhúsið einn. Eitt sumar refti hann það
a «ý. Hann eignaðist sjálfskeiðing, skál og skeið, og á mál-
Urn kom hann með skálina sína heim að eldhúsdyrunum og
heið fyrir utan meðan hún var fylt. Bæði glyrnan og snarlið var
ahð í sömu skálina. Ef hann þurfti að bíða of lengi eftir nær-
'n9unni sinni fór hann burt. En þá áttu kýrnar á hættu að
^’ssa kvöldgjöfina sína, því hann snerti ekki handtak það sem
eftir var dags. Þess vegna lagði presturinn svo fyrir við kven-
0lkið að láta Bóna bíða sem skemst eftir skálinni sinni.
. Svo einhverju sinni kemur ferðamaður norðan úr sveitum,
Ur nyrztu sveitum, það var undir haust. Hann átti ýmis er-
lndi fra>n í dali, meðal annars við Napóleon Bónaparte.
~~ Komdu nú sæll, Nonni minn, sagði hann.
Ekkert svar.
. ~~ Þú manst líklega eftir mér, þegar við vorum saman
Vlnnumenn á Digranesi?