Eimreiðin - 01.10.1934, Side 43
eimreiðin
NAPÓLEON BÓNAPARTE
369
— Já, sagði Napóleon. Ég endurreisti kristindóminn í Dan-
fnörku um það bil sem þjóðin var mestöll orðin heiðin. Og
gersigraði Tyrki um það bil sem þeir voru að Ieggja undir
S'2 flestöll löndin, bætti hann við.
— Það var fallega gert, Napóleon minn, sagði presturinn.
Eg er þér þakklátur fyrir það. Get ég nokkuð gert fyrir þig
i staðinn?
~ Nei, svaraði hann. Það getur enginn gert neitt fyrir mig.
Það getur enginn maður gert neitt fyrir Napóleon Bónaparte,
og skundaði burt.
Hann var ekki upp á neinn kominn. Hann þurfti ekki einu
sinni á að halda vináttu nokkurs manns né kvikindis. Hann
var hinn sterki einmana maður, sem hafði yfirunnið heiminn;
hafinn yfir alla menn, hafði alt. Enginn gat gert neitt fyrir
hann. Vitrir menn í sveitinni leiðbeindu nýja prestinum í því,
hvernig hann ætti að haga sér gagnvart Napóleon Bónaparte.
Hann fylgir staðnum. Það er mikilsverður liður í embætti
sóknarprestsins að Hofi að kunna að rækja skyldur sínar
v‘ð Napóleon Bónaparte.
Þannig lifði Napóleon Bónaparte tvo heila presta og hátt
1 þann þriðja. Hann gerði ekki víðreist meðan aðrir komu og
I°ru, enginn mundi til þess að hann hefði nokkurn tíma verið
þ® í öll þessi ár. Kofinn hans sökk æ dýpra niður í völl-
'nn- Hann var seinast orðinn eins og dálítil þúst í vellinum,
skældum dyrum, sem Bóni skreið inn um á fjórum fót-
Uni> og lófastórri gluggaboru. Einstöku sinnum, þegar hann
Var úti, læddust forvitnir menn í kofann hans, en þar var
°kkert að sjá, nema fletið hans á palli. Á fjöl uppi á vegg-
æ2)unni stóð skálin hans með skeiðinni. Hann braut aldrei
skálina sína öll þessi ár. Það var sagt að Napóleon Bóna-
Parte væri mjög lúsugur, og enginn vissi til að hann hefði
Pye2ið sér í öll þessi ár. Hárið og skeggið óx hirðulaust.
ann tróð hárinu niður í skyrtuhálsmálið að aftan, varð
snemma gráhærður, seinna hvíthærður. En prestskonurnar
San alt af um að hann væri fataður, og það var litið á það
®etn hamingjuteikn yfir staðnum, að þessi maður skyldi eiga
,ar konungsríki. Hann varð aldrei veikur. Og mintist aldrei
a kaup. Það bar enginn kvíðboga fyrir því, að hann yrði
24