Eimreiðin - 01.10.1934, Blaðsíða 45
EIMREIÐIN
NAPÓLEON BÓNAPARTE
371
— Nei, sagði hann. En ætli ég gæti fengið að tala við
Prestinn?
Og þegar presturinn kom fram í dyrnar, þá rétti hann hon-
um hina gömlu og þreyttu hönd sína, grómtekna og sinabera,
°S sagði:
— Nú þakka ég yður kærlega fyrir mig.
— Fyrir hvað ertu að þakka, Bóni minn? spurði presturinn.
—- Ég er að þakka yður fyrir næturgreiðann, sagði Napó-
leon Bónaparte. Nú ætla ég að halda áfram heimleiðis í dag.
— Heimleiðis? spurði presturinn.
— ]á, ég mundi alt í einu eftir því, að ég var búinn að
l°fa henni mömmu að byggja upp baðstofuna, sagði hann.
— Ha? sagði presturinn.
— Að byggja upp baðstofuna, sagði Napóleon.
~ Heyrðu Bóni minn, sagði presturinn. Ætli þig hafi ekki
verið að dreyma? Eða ert þú ekki Napóleon Bónaparte?
Þá klóraði Bóni sér í höfðinu og leit grettinn út undan
sÉr, eins og hann gæti ekki almennilega fundið botninn í því,
Sem presturinn var að spyrja hann um.
— Varst það ekki þú, sem endurreistir kristindóminn í
^anmörku ?
— Ég er þá búinn að gleyma því, sagði Napóleon vand-
ræðalega og horfði út í bláinn, eins og honum þætti ekki
framar neins um það vert, hvort þessi tiltekni þjóðflokkur
v®ri kristinn eður ei.
— Og varst það ekki þú, sem gersigraðir Tyrki um það
bil sem þeir höfðu lagt undir sig flestöll löndin?
En Napóleon Bónaparte hristi bara höfuðið, og það var
uPPgjöf í svipnum, líkt og hann vildi álíta, að í raun réttri
hefði það ekki verið þess vert að leggja svo mikið á sig til
að gersigra Tyrki; að það hefði ef til vill ekkert verið unnið
v'ð það; að það hefði sízt verið lakara, þótt sá þjóðflokkur
fegði undir sig löndin en til dæmis einhver annar þjóðflokkur.
^v°na verða hinir heimsfrægu sigrar vorir lítilfjörlegir í aug-
Uru vorum, þegar tímar líða; þegar vér höfum náð þeim áfanga
1 f'finu, sem hafinn er yfir alla sigra; yfir alla ósigra.
~~ Hvað er klukkan? spurði hann, — hafði aldrei spurt
að því fyr. Já, það er kominn tími til að fara að halda