Eimreiðin - 01.10.1934, Síða 52
378
UM HLÁTUR
eimreiðin
hlutverk. Og er oss þá ánægja að þessu, sem vér hlæjum að?
Er ánægja að heimsku, klaufaskap og skorti á háttprýði ?
Vissulega ekki. Sumir fræðimenn telja að vísu ánægjuna vera
fólgna í því, að maður stækki í augum sjálfs sín, er öðrum
mistekst. En skýringin er sannarlega langt sótt. Auk þess erum
vér oft full aðdáunar, t. d. á skopleikaranum, er lætur oss
veltast um af hlátri yfir naglaskap og klaufahætti. Og það er
mikilsvert að átta sig á því, að vér hlæjum fyrst og fremst
að því, sem er persónulegt, mannlegt eða óbeinlínis mannlegt.
Vér hlæjum ekki að náttúrufyrirbærum, nema að því leyh-
sem þau minna oss á eitthvað mannlegt. Atferli dýra er
stundum hlátursefni, eins og t. d. Ieikur hunda við krakka.
En vér hlæjum að hundinum af því að oss finst vér skú]a
hann, eins og vér skiljum krakkana, er hvortveggja kút-
veltast eða elta eða hremma hvert annað. Þetta atriði er
mikilsvert að hafa í huga, til þess að skilja hugsanaþráð Mc*
Dougalls.
Af þessu, sem sagt hefur verið, er sérstaklega tvent ein-
kennandi fyrir það, sem hlægilegt er. Fyrst er það, að í ÞV1
felst ávalt eitthvað úr lagi fært, eitthvað skakt, sem valda
mundi oss óþægindum, ef vér ekki gætum hlegið að þvl'
eins og alt veldur oss óánægju, sem ósamræmi er í og óregla-
I öðru lagi er ávalt eitthvað í hinu hlægilega, sem yrði oss
til óþæginda, ef það kæmi fram við oss sjálf, eða m. ö.
veldur ávalt þeim einhverjum óþægindum, sem þetta kemur
fram við. Eina undantekningin er leikarinn, sem beinlíms
fremur hið hlægilega í því skyni að framkalla hlátur.
væri oss nú varnað þess að hlæja, þá mundum vér, sökun1
þess að oss er meðfætt að finna til með öðrum að einhver)U
leyti, finna í meira eða minna ríkum mæli til þeirra óþ^S'
inda, sem klaufaskapurinn, vonbrigðin eða auðmýkingin
í einu orði mistökin — valda. Maður, sem varnað væri þesS
að geta hlegið, en væri að öðru leyti eins og annað fólk °S
byggi við sömu kjör, mundi mjög oft þjázt af þyngslum nieð
aumkvunarinnar, því að hann hlyti að taka á sig að einhver]U
leyti nokkurn hluta af öllum þeim vandræðum, vonbrigðu111
og mistökum, sem hann sæi umhverfis sig. Oss er bjarg3
frá öllum þessum þyngslum samúðarinnar með hlátrinum, sel11