Eimreiðin - 01.10.1934, Blaðsíða 58
384
TVÖ ÆFINTÝRI
EIMREIÐIN
Svo kom huldukonan fríða aftur til hans einn fagran vor-
morgun.
»Horfðu upp til fjallsins fyrir vestan«, sagði hún.
Og drengurinn horfði upp til fjallsins.
»Sérðu háa gnúpinn þarna?« sagði hún.
»Já«, svaraði drengurinn.
»Reyndu að komast þangað upp«, sagði huldukonan; »þvl
að þar er loftið svo mikið hreinna og svalara en hér niðri '
dalnum; og þar að auki sér maður þaðan svo undur langt >
allar áttir — jafnvel langt út á hafið — og maður sér þar
sólarlagið í allri sinni dýrð».
Nú hljóp drengurinn til föður síns og sagði honum að siS
langaði svo mikið til að klifra upp fjallið og komast upp a
hæsta tindinn, til þess að geta horft út á hafið og séð sólar-
lagið í allri sinni dýrð.
»Hvaða ógnar vitleysa er nú í þér, drengur!* sagði fað>r
hans. »Láttu engan lifandi mann heyra það, að þig langi I1'
að komast upp á jökultindinn þarna, því að þá heldur fólk.
að þú sért ekki með réttu ráði. Þér er nær að taka hendi til
í kálgarðinum og líta eftir hænsnunum*.
»En mig langar svo ósköp mikið til að klifra upp fjallið4’
sagði drengurinn; »og það er eins og einhver sé alt af a^
hvísla því að mér, að ég verði endilega að komast upp a
efsta tindinn«.
»Sérðu ekki hamrabeltið í fjallshlíðinni?« sagði faðir hans-
»Jú«, sagði drengurinn; »en ég treysti mér vel til að kon>'
ast þar upp«.
»Margir forfeðra okkar hafa reynt að klifra þar upp*’
sagði faðirinn; »en aðeins einum þeirra hefur tekist það, °S
hann komst aldrei ofan aftur. Hann varð úti á fjallinu*.
Drengurinn hætti nú að svara föður sínum. Hann lagði af
stað upp fjallið, án þess nokkur vissi, og komst von bráðara
upp að hamrabeltinu háa í hlíðinni. Þar nam hann staðar
um stund og var á báðum áttum: hvort hann ætti heldur að
halda áfram eða snúa aftur. En þá gætti hann alt í einu að
því, að huldukonan fríða stóð á hamrabrúninni fyrir ofan hana-
»Kom þú!« sagði hún. »Þú ert á réttri leið. Vertu huð'
hraustur og hikaðu ekki«.