Eimreiðin - 01.10.1934, Blaðsíða 59
EIMREIÐIN
TVÖ ÆFINTVRI
385
Og drengurinn tók til að klifra tvítugan hamarinn. Hann
ías sig með gætni upp bjargið og komst að lokum, eftir
langa mæðu og ógurlegustu erfiðismuni, upp á kletta-brúnina.
>Haltu áfram hærra — og enn hærraU sagði huldukonan í
hughreystandi róm, þegar drengurinn var kominn upp á klett-
]nn til hennar. Hún tók nú í hönd hans og leiddi hann áfram
°9 upp fjallið, hærra og hærra. Hún söng honum fögur og
örvandi sigurljóð, svo hann gleymdi því, að hann var orðinn
treyttur og svangur og sárfættur — gleymdi því, að föt hans
voru rifin og hendur hans bólgnar og blóðrisa eftir baráttuna
a leiðinni upp hamrabeltið háa og geigvænlega.
En þegar þau huldukonan og drengurinn voru að lokum
komin upp á hæsta fjallshnjúkinn, þá var sólin að ganga til
viðar og nóttin að breiða dökkbláa slæðu yfir hafið. Og grá
þoka grúfði nú yfir hinum þrönga, djúpa dal, þar sem litli
kotbærinn stóð við lækinn.
Og drengurinn, sem nú var orðinn hvítur fyrir hærum
ems og gamalmenni, settist á kletta-bunguna á fjallstindinum
háa og fann að hann var orðinn örmagna af þreytu. Og hann
þráði nú ekkert, nema það eitt að sofna og hvílast lengi,
lengi.
>Nú er komið sólarlag«, sagði hann og varpaði mæðilega
óndinni. »Nóttin breiðir sig yfir alt umhverfis mig. Hér uppi
er ekkert skjól fyrir hinum ískalda norðan-næðing; og alt er
þér svo undur eyðilegt og ömurlegt. En ég treysti mér ekki
að komast aftur ofan í dalinn. — Og hvað hef ég þá
borið úr býtum eftir alt og alt?«
Þá mælti huldukonan forkunnar fríða, sem enn þá stóð
bjá honum:
>Vertu hughraustur og glaður! Legðu þig til svefns hérna
a fönninni, og sofðu vært og rótt á þessum mjúka, mjallhvíta
svaefli, þó kaldur sé. Og þegar þú vaknar, verður sólin komin
uPp. Og þá muntu sjá, að þú hefur grætt á því að klifra upp
þetta háa fjall: því að þú ert nú svo mikið nær himninum
en þú varst, á meðan þú dvaldir í lognmollunni niðri í hin-
Llrn þrönga, djúpa dal“.
25