Eimreiðin - 01.10.1934, Qupperneq 70
396
MÁLMAR ÚR LOFTTEGUNDUM
eimreiðin
um þessar mundir að gera tilraunir með að framleiða málm
úr vatnsefni — málm, sem er tuttugu sinnum léttari en vatn
og mörgum sinnum sterkari en stál.
Vmsum efnum, svo sem brennisteini og joði, hefur verið
breytt í harða málma, og málmum, svo sem járni og blýi, hefur
verið breytt í ómálmkent duft eða svampkent efni, sem ekki
leiðir rafmagn. Aðferðin til þess að breyta vökva eða loftteg-
und í málma er að setja þau undir afskaplegt farg, en við það
þéttast frumeindirnar og (aka breytingum. Til þess aftur á móti
að breyta málmi í ómálmkent efni, er málmurinn barinn þangað
til frumeindir hans losna og breytast í froðu, verða eins og
þeyttur rjómi.
Til þessara tilrauna þarf afarmargbrotnar og dýrar vélar,
og tilraunirnar eru enn sem komið er ekki framkvæmdar
nema á efnarannsóknastofum háskólanna og sérfræðinga 1
þessum greinum. En því er spáð, að innan skamms muni nýr
iðnaður upp af þessum tilraunum myndast.
Dr. P. W. Bridgman við Harvard-háskólann í Bandaríkjunum
Iét hvítan fosfór undir farg, sem nam 180 tonnum á hvern fer'
þumlung. í venjulegu ástandi leiðir fosfór mjög illa rafmagn. E”
undan farginu kom hann sem fægður teningur, dökkur skínandi
málmur, og leiddi rafmagn miljón sinnum betur en áður. Það
hefur ennfremur tekist að framleiða nýtt efni af gufunni, sem
leggur upp af bræddu silfri. Gufan var látin þéttast á plötu
kæld í fljótandi lofti. Myndaðist þá skæni á plötunni svo þunt
að 2000 slík samanlögð þyrfti til að mynda blað eins þykt °S
venjulegt blað í bók. Kælingin varð með svo skjótri svipa11’
að skænin héldust frosin um leið og þau mynduðust. Efnið 1
þeim hafði öll önnur einkenni en málmurinn, sem þau voru
mynduð af.
Þessir galdrar opna mönnum ótal nýjar leiðir í iðnaði,
er talið líklegt að málmvinslufræðingar muni smámsaman kom-
ast upp á að framleiða alla þá málma, sem þörf er fyrir’
með því að leysa upp frumurnar og raða þeim í önnur o3
ný kerfi. (Að mestu eflir tímaritinu „Popular Mechanicsn, sept-