Eimreiðin - 01.10.1934, Síða 73
ElMREIÐIN
Bjargráðin og bændurnir.
Eins og kunnugt er hafa heimskröggurnar undanfarin ár
oröið til þess að vekja hvarvetna alvarlega umhugsun um
hag bænda, því þeir hafa orðið manna mest fyrir barðinu á
^reppunni. Sumstaðar (t, d. í Bandaríkjunum) hefur hún sorfið
sve fast að þeim, að þeir hafa flosnað upp, svo að skiftir
heilum og hálfum miljónum, flúið inn í borgirnar og lent þar
s>ðan í öllu atvinnuleysinu.
^að má heita að hvarvetna hafi stjórnir og þing lagt mikið
^aPP á að rétta bændum hjálparhönd í þessum vandræðum
°9 reynt á ýmsan hátt að bæta hag þeirra, en jafnframt hafa
menn vaknað til umhugsunar um allan framtíðarhag bænda,.
hver ráð væru til þess að halda fólkinu í sveitunum og gera
Því auðið að lifa þar svo siðuðum mönnum sæmdi.
Það væri verkefni fyrir fróðan mann að gefa yfirlit um
bau bjargráð, sem menn hafa gripið til. Mér virðast þau vera
aðallega þessi:
1) Notfærsla hagnýtra vísinda. Undir þetta má telja aukna
°9 fullkomnari ræktun, betri og fullkomnari vinnutæki (útlendu
Máirnir, sláttuvélar, jarðræktarvélar, notkun hestsafls til jarð-
ra~ktar, hreyfla o. fl.), tilbúinn áburð, ræktun og kynbætur
húsdýra, búreikninga o. þvíl. Til þessara ráða hafa allir gripið
p9 það löngu áður en kreppan kom, þó misjafnlega hafi þjóð-
'rnar verið fljótar til þess. Treglega hefur oss gengið þetta,
P° nokkuð hafi orðið ágengt á síðustu árum, eftir að kaup
oaekkaði.
Þessi úrræði, svo sjálfsögð sem þau virðast, hafa reynst
*v*e9gjað sverð. Þau hafa aukið framleiðsluna stórkostlega
°9 það svo, að vörurnar féllu í verði eða urðu jafnvel óseljan-
e9ar og ónýtar. Hefur þetta verið ein af aðalorsökum
krePpunnar.
Þá hafa og önnur vandræði hlotist af þessum framförum:
^aup verkamanna hefur víðast hækkað fram úr því, sem
®ndur geta borgað eftir að afurðirnar féllu í verði. Þetta