Eimreiðin - 01.10.1934, Side 78
EIMREIÐIN
Stærsti sjónauki heimsins.
Stjörnufræðingar segja, að firðsjáin mikla, sem verið er að
smíða fyrir Iðnfræðastofnunina í Kaliforníu og verða á stærsti
stjörnusjónauki heimsins, muni verða 360 000 sinnum sterkari
en mannsaugað og stækka tunglið og reikistjörnurnar 10 000
sinnum. Er þess beðið með mikilli eftirvæntingu, að stjörnu-
turn þessi verði fullgerður og að taka megi sjónaukann 1
notkun. Smíði hans er eitthvert mesta vísindalega afrekið,
sem sögur fara af. Og því er jafnvel spáð, að með honum
verði gerðar nýjar uppgötvanir, svo mikilvægar, að þaer Se*‘
gerbreytt skoðun manna á alheiminum og tilverunni. Skal her
reynt að gefa mönnum nokkra hugmynd um furðusmíð þessa,
eftir því sem henni er lýst nýlega í einu af tírnaritum
Ameríkumanna.
Árum saman hafa vísindamenn unnið að undirbúningi þess^
mikla verks, og nú er svo langt komið smíðinni, að spegil*11111
mikli, sem safna á ljósinu, og er stærsti og vandaðasti ho
spegill, sem nokkurn tíma hefur verið gerður, er svo a
segja tilbúinn. Það er dr. George Ellery Hale, sá sem byð^1
100 þumlunga þvermáls stjörnusjónaukann á Wilsons-fjaH|nU
í Kaliforníu, sem hefur yfirumsjón með verkinu, og undm
umsjón hans vinnur fjöldi vísindamanna, í samráði við nem
þá í New-York, sem safnaði og lagði fram fé til verksms>
en sjóður sá nemur 6 miljónum dollara.
Það er til marks um magn þessa nýja sjónauka, a^ 1
gegn um hann skýrist tunglið svo mjög, að það sýnist aðems
25 enskar mílur eða um 40 kílómetra í burtu. Það er ma
öðrum orðum álíka vegalengd og frá Reykjavík og austur
Kambabrún, og ekki lengri vegalengd en það, að greina ma
á henni stórar byggingar. í gegn um 100 þumlunga ÞverlTlnr)
sjónaukann á Wilsons-fjallinu má greina kertaljós í ° /É
enskra mílna fjarlægð. Þvermál safnglersins í hinum
sjónauka er helmingi meira eða 200 þumlungar. Stjörnutuim
inum á Wilsons-fjallinu eiga stjörnufræðingar það að þan