Eimreiðin - 01.10.1934, Side 83
EIMREIÐIN
PÉTURSKIRKJAN
409
Italíufarinn mun vafalaust þekkja gröf Dantes í Ravenna.
03 ef hann hefur gröf Napóleons til samanburðar, hlýtur
honum að finnast meira til um franskan smekk.
• . . Hvarvetna kirkjugarðar, með leghöllum og grafhvelf-
'"SUm einhverra stórmenna, kirkjugarðar, sem varðveita duft
einhvers þess manns, sem var óvenju góður sáðmaður, í akri
andans, eða sem kom áhrifaríkum verkum í framkvæmd. •
Það er furðulegt og íhugunarvert hversu oft það kemur
lyrir, að þeir menn, sem bera gæfu til þess að marka fram-
feraspor í sögu þjóðar sinnar, eru fæddir á meðal alþýðu-
fólks og aldir upp við erfið lífskjör og lítil þroskaskilyrði.
Oft myndi maður naumast veita athygli lága og fátæklega
óernskuheimilinu, ef það væri komið við hliðina á veglegri og
huarreistri grafhöllinni eða íburðarmikla bautasteininum, sem
eftirlifandi kynslóð hefur í þakklætisskyni reist hinum látna
^freksmanni. — Sú hugsun hlýtur óhjákvæmilega að vakna f
^u9a manns, hvílíkt óhemjudjúp sé oft staðfest milli grafhall-
armnar og kotbæjarins, þar sem afreksmaðurinn leit fyrst ljós
óagsins. Áhrifin af störfum látinna afburðamanna finnast og bera
avöxt langt fram á ókomnar aldir. Og við hljótum að undrast:
hversu víðtæk áhrif lífsstarf ýmsra afreksmanna, sem fyrir löngu
eru orðnir að dufti, getur haft á okkar samtíð, á nútímann.
• • . Dante og Goethe eru heiðraðir enn þann dag í dag,
°9 naumast að nokkur sé álitinn mentamaður, sem ekki hefur
^Vnt sér sem vendilegast ritstörf þeirra. Landamæri hins víð-
lenda og volduga Frakkaveldis á dögum Napóleons er enn
t>a hægt að finna á landabréfum. — Ensk stórveldishugsjón
áafnar og grær upp af Ieiðunum í Westminster.
°g svo skeður það einn daginn, að maður stendur fyrir
|raman stærstu, eftirtektarverðustu og merkilegustu grafhvelf-
lngima, sem til er í öllum heiminum.
Látum það vera að vorlagi. Degi hallar, loftið kólnar,
beitar gagnstéttir Rómaborgar og sólbrendar framhliðar hús-
anna, alt lifandi og dautt, andar hita og þunga dagsins út í
völdloftið. Hátt uppi, svo óendanlega fjarri, en þó svo nærri,
v°lfist Ijósblár himinn, — djúpur og óendanlegur — og
%rkrið færist óðum nær. Ofurlítið vottar fyrir nýju tungli.
að starir helbleikt frá djúpblárri himinhvelfingunni.