Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1934, Síða 85

Eimreiðin - 01.10.1934, Síða 85
ElMREIÐIN PÉTURSKIRKJAN 411 árið 39 eftir Krists burð, gnæfir grönn og beinvaxin upp í loftið. Árið 1586, í stjórnartíð Sixtusar páfa fimta, var hún flutt og sett á mitt Péturstorgið, sem leiðarvísir fyrir pílagríma °9 landfestasteinn fyrir Pétursskipið; hún er 25 metra hár einsteinungur, með krossmarki efst. Það er ef til vill ekki úr vegi að geta þess hér, að sagt er að á meðan verið var að reisa steinsúluna á Péturs- torginu, hafi verið svo stranglega bannað að mæla orð frá vörum, að dauðahegning lá við, ef út af var brugðið. En þrátt fyrir þessi fyrirmæli dirfðist þó ungmenni nokkurt að þrjóta út af þessu, þar eð hann veitti því eftirtekt, að vegna núningsins var byrjað að rjúka úr böndunum, og auðsætt var að þau myndu brenna í sundur þá og þegar, en þá hefði vitanlega fjöldi manna farist og steinsúlan sjálf brotnað í þúsund mola. Þá hrópaði ungmennið: Vatn á böndin! Vatn á böndin! og stofnaði þannig sínu eigin lífi í hættu, til þess að bjarga öðrum. Refsingunni var nú samt sem áður ekki Þeitt, en í stað þess var honum og ættingjum hans veitt í launaskyni einkaleyfi til þess að selja pálma til kirknanna í Rómaborg, og sagt er að alt til þessa dags haldist sá siður. ^r ekki að efa, að ættingjarnir hafi hagnast vel á þessari ofdirfsku forföður síns. Svo er gengið yfir torgið, upp breiðar tröppur úr fagur- Sljáandi tígulsteini. Hjálmhvelfingin hverfur á bak við mikil- úðga útjaðra framhliðarinnar. Súlurnar fyrir framan inngang- inn verða stærri og stærri. Grindarhliðið er enn þá opið, og nokkru innar er hurðin í hálfa gátt. Gengið er inn í kirkj- Una, áfram inn í annan heim. Tign og mikilleiki eru fyrstu áhrifin. Við sjónum blasir óhemju víðátta, að vísu takmörkuð af bogum, súlum og fjarlægum veggjum. En bogar, súlur og ve92ir hverfa næstum því undir þunglamalegri skykkju úr Ýmiskonar höggmyndum og marmara-steintiglaskrauti. Hátt, hátt uppi í hvelfingunni eru bogar og aftur hvelfingar. ^íða sézt inn í þögular hliðar kapellunnar, með blaktandi ljósum. Langt frammi, uppi í kirkjunni, hellist gylt sólarlagsljósið °iður frá gluggum hvelfingarinnar, sem er þakin risavöxnu steintíglaskrauti með gyltum undirlit, sveipuð töfrafegurð og Sullljóma.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.