Eimreiðin - 01.10.1934, Qupperneq 89
EIMREIÐIN
PÉTURSKIRKJAN
415-
umgekst þá sem félaga. En slyngur stjórnmálamaður var hann
°9 Hstelskur mjög. Enda áttu listamenn ávalt víst athvarf hjá
Honum, sem og hjá eftirmanni hans, Leó páfa X.
Það er því engin tilviljun, að þegar frá byrjun unnu hinir
^aerustu og frægustu menn að því að fegra og prýða Péturs-
kirkjuna: alt frá Rafael og Michael Angelo til Alberts Thor-
valdsen. Um frumteikningu kirkjunnar sá Bramanti, frægur
húsagerðarmeistari, sem lifði frá 1444 til 1514. Fjöldamargir
Hstamenn hafa lagt fram alt starfsþrek sitt, allar hugsjónir
sínar og tilfinningar, til þess að gera þetta voldugasta musteri
Hristinna manna sem dýrðlegast úr garði.
Róm hefur um langan aldur haft einkennilega mikið að-
dráttarafl, og árlega flykkjast þangað tugir þúsunda manna
frá öllum löndum heims, bæði guðhræddir pílagrímar og
venjulegir forvitnir ferðalangar.
En tvímælalaust er óhætt að fullyrða, að það er einmitt
vegna legstaðar Péturs postula, vegna Péturskirkjunnar, sem
Róm hefur þetta undursamlega aðdráttarafl, og vegna hennar
her hún með réttu nafnið: Borgin eilífa.
Steinn K. Steindórsson.
Þrá.
Hvar er sú guðlega gæfa,
sem gefur hjartanu eld
°S fegurð, unað og yndi,
sem vljar um dag og kveld?
1 lífinu leita ég hennar,
hún leitar mín dulda þrá
Um algrænna skóga undralönd
°9 ódáins veldin blá.
Hún leitar f vizkunnar veröld
og vorsins töfrastraum,
í hugarins huliðsdjúpum
og hljóðrar nætur draum.
Á öllum þeim víðu vegum,
sem vonin og þráin fer,
er hvergi þann fögnuð að finna,
sem fullnægju í skauti ber.
En löngunin, þráin lfður
um ljóssins vfðfeðma haf
og leitar í djúpum sjálfrar sín
þess sannasta er Iífið gaf.
Þórodduv Guðmundsson.