Eimreiðin - 01.10.1934, Page 92
418
Á DÆLAMÝRUM
eimreiðiN
»Því ekki það, Svallaug* segi ég og horfi beint í augu
hennar.
En í fyrsta sinn lítur hún undan augnaráði mínu.------------'
Bjöllukýrin lítur aftur og rekur upp langt baul, er hún ser
Svallaugu svona langt undan.
Svallaug hrekkur við, kveður mig og fer. Hún gengur
niðurlút norður veginn. Eg horfi á eftir henni. —
»Nú er ei hugurinn heima; hann hvarf á sömu tíð
dettur mér í hug. Og ég raula stefið á leiðinni til
baka. —
Er það ekki undarlegt. Ég hugsa sjaldan á íslenzku nu
orðið. En alt bergmál sálar minnar talar móðurmáli mínu. "
Ég sit fram eftir á kvöldin og smíða veiðibát — flatbytnu.
Það er mikil veiði í Dælavatni, en enginn bátur. Ég hef
fengið nokkur breið, en gölluð úrgangsborð hjá Lárusi ur
Nýja-Garði, og gamlan eikarbút, sem Dumb-Oli útvegaði mert
hef ég í stefni. Verkfæri hef ég engin, nema skógaröxi mína
og slíðruhníf. En þau eru bæði hárbeitt, því Surtla gamla er
ólöt að draga hverfisteininn. Og ég verð að baslast við þetta.
Höfðu forfeður vorir önnur verkfæri og betri? TæpleS3-
Axarhöggin og hnífsbrögðin sjást enn á smíðum þeirra. Þo
smíðuðu þeir hraðskreið langskip og dásamleg, af skáldlegf
andagift sinni og starfsglöðu almætti hugar síns og handar,
sigldu þeim yfir höfin hvít og blá og fundu ný lönd og álfuf-
Hreinar línur þessara sægengu listaverka syngja við hug vor-
um enn í dag. Og fegurri tónn lyftir sér eigi mót háum himn>
en bogsveigður byrðingur og svanmjúkir stafnhálsar víking3'
skipanna gömlu! —
Ég klússa við kugginn minn á kvöldin. Og ég syng
verkið. Því sjálfur er hann enginn söngvari, því miður. Mer
detta í hug steinnökkvar tröllanna fyr á árum. Ég hamra
nökkvann saman. Hann er breiður og stöðugur, en eigi nem^
rétt í meðallagi rennilegur. Burðarmagnið á að vera 2
maður + veiði. Ég hef reiknað þetta út fyrir félögum mínUI^
með krítarmola á sótugan kofavegginn, og þykir þeim P
furðuverk mikið að geta vitað þess háttar fyrir fram.
Við Höski gamli ætlum að vígja kugginn á laugardag5
kvöldið. Hann er gamall fiskimaður og þekkir botninn í Dæ
við