Eimreiðin - 01.10.1934, Side 94
420
Á DÆLAMÝRUM
eimreiðiN
á skeið hans. Sólgul og silfurgrá rák sker gegn um vatnið,
og fimm punda urriði sprettur hátt í loft upp.
>Hann er vel fastur, þessi«, segir Höski gamli.
Ég fek við árunum, og hann dregur urriðann viðstöðulítið
innbyrðis. Allir þrír krókarnir hafa gott hald.
A Sandvíkurgrunni sjáum við stórar, latar og spikfeitar
bleikjur. Þær bíta ekki á. Velta sér aðeins ofurlítið á aðra
hliðina, opna munninn, rétta sig svo við aftur, sveifla sér til-
gerðarlega í hálfhring undan freistaranum og láta svo sem
þær hafi aldrei í freisting fallið.
Nú gellur stangarhjól mitt við, og stöngin stendur í boga.
Ég hleyp til, svo ferjan dansar á vatnsfletinum. Færið er
nærri á enda. Ég vind hægt og jafnt upp á hjólið og gaeti
þess vel, að aldrei verði slaki á færinu. Og nú kemur silung-
urinn upp eins og elding, svo ég hef varla við. Svo sker
hann þvert út frá bátnum færið á enda. Ég smámjaka honum
að bátnum á ný. Og nú tekur hann tvö loftstökk, hvort a
fætur öðru. Þetta er líka urriði, talsvert stærri en hinn, sem
Höski gamli fékk. Svo dreg ég hann undir borð og næ hon-
um með háfnum. — — —
Við róum með austurlandinu og fáum nokkra urriða og
eina bleikju. Ég er alt af að hugsa um Svarthyl, en það er
langt þangað enn. Hann er í norðvesturhorni vatnsins. Ég vil
ekki nefna þetta við Höska gamla — enn þá.-------------
Nú verðum við ekki varir. Höski gamli lítur upp og
ræskir sig.
>Heyrðu, Bjarni. Eg hef oft ætlað að spyrja þig að nokkru
— þó mér komi það nú svo sem ekkert við — —«.
»Spyrðu bara, Höskuldur minn. Það er þér frjálst, og eð
býst ekki við, að þú spyrjir um neitt það, sem mér sé eig'
ljúft að svara*.
»Hvaðan komstu eiginlega í haust, þegar þú komst hingað
í dalinn?*
»Því er fljótsvarað, Höskuldur, og það er ekkert leyndar-
mál. Ég kom þá sunnan af Jaðri. Ég var þar þriggja man-
aða líma við nýbrot og haustplægingar*.
»Hafa þeir góða plóghesta þar syðra?« Eru það dalaklarar
eða fjarðakyn?*