Eimreiðin - 01.10.1934, Qupperneq 96
422
Á DÆLAMVRUM
EIMREIÐIN
»Nei. ég kom frá Skotlandi. Var þar á búgarði norður 1
Hálöndum liðugt misseri. Tvö næstu árin þar á undan fór
ég með enskum og frönskum togurum. En svo vorum við
rendir í kaf í Humber-ósnum eitt haustkvöld í þoku og rign-
ingu. Ég slasaðist lítið eitt, braut nokkur rifbein og lá um
hríð á sjúkrahúsi í Hull. Eftir á brá ég mér svo norður 1
land, meðan ég var að hressast.
Svo var það einn dag, meðan ég var í Hálöndum, að ég
brá mér til Dunder — það er borg í Austur-Skotlandi —
og þar rakst ég á norskt flutningaskip frá Stafangri, sem la
þar ferðbúið. Þá hljóp það í mig að bregða mér með því til
Noregs. Og svo lenti ég á ]aðri«.
»Þú hefur þó fyrst farið heim að kveðja?«
»Nei, ég mátti ekki vera að því. Ég sendi gamla húsbónd-
anum fáeinar línur og bað hann að geyma dótið mitt þangað
til — næst. Og nú er ég hér kominn og veit ekkert, hvað
við tekur — óðar en á dettur*.
»Þú hefur þá ekki komið heim til Islands í nokkur ár?<
»Nei, ekki í full fimm ár, og þá aðeins sem snöggvast.
Ég er víst líka í ætt við fjallarefinn, Höskuldur! Eða þá 1
ætt við þig — eða ykkur báða. Og margt er líkt með skyldum!*
»Ojæja, já. Skyldleikinn með okkur og blessuðum skepn-
unum er víst æði oft talsvert meiri, heldur en margan grunar-
Það hef ég tíðum fengið að sanna. — ]á, svo sannarlega.
það hef ég. — Og rándýr erum við allir á sinn hátt. Við
étum hver annan, bæði menn og dýr. ]á, svo sannarleg3
gerum við það«.
Og Höski gamli sígur á árarnar.
»]á, við erum eins og dýrin — villihreinninn, fjallarefurinn
og grálöppin1). Eirðarlausir flakkarar á öræfum lífsins. Alt ^
síleitandi að einhverju. Þetta könnumst við báðir við, Hösk'
uldur minn! Þetta er okkar eðli. Við leitum og finnum.
þegar við gætum betur að, þá var það ekki þetta, sem
leituðum að, heldur eitthvað annað. — Og svo hefst leitin 3
ný — æfina á enda.
Og hvar stöndum við svo að lokum?
1) Úlfurinn.