Eimreiðin - 01.10.1934, Síða 109
eimreiðin
RITSjÁ
435
allra ósmekklegastur. Hann viröist álíta það kommúnistiska skyldu
sína að gera skítinn sem allra skítugastan. Það er mikill misskilningur
a5 mínum dómi. En ef það væri svo, að mannlífið og manneðlið væri
svo vesælt og ljótt, sem Jóhannes (og því miður margir fleiri) vilja vera
láta, þá væri hin kommúnistiska paradís ekki þess verð, að eftir henni
væri sózt. Það má nú raunar segja, að Jóhannes lýsi ekki ljótara athæfi
en gengur og gerist, og að þetta sé veruleiki. En gallinn er, að hann
lýsir veruleikanum, hinum ljóta veruleika, á ljótan hátt. Ógeðfeldasfa per-
sénan í bókinni er höfundurinn sjálfur, eins og hann lýsir sjálfum sér
með orðbragði sínu og frásagnarhætti. En þetta er bókmentaleg tízka,
°9 svo er sagt, að „höfundur dekri ekki við rómantískar grillur borgar-
anna“, og er það meint sem lof. En ég veit annað, sem þessir höfundar
udekra við“, sem sé dónalegan hugsunarhátt skrílsins í öllum stéttum
Þjóðfélagsins. Það má lýsa öllu, hverju sem er, en það má ekki gera
Það | ósiðaðan hátt.
Hér er sannarlega kominn tfmi til að rísa upp og segja: Nei, við
viljum ekki hafa þennan skít, sem rithöfundar vilja ausa yfir okkur.
Verið þið kommúnistar, ef þið viljið, en gleymið ekki að vera siðaðir
nienn!
Ég get skilið það að velja fremur hið illa en hið góða. Hið illa
9etur verið stórfenglegt. En allur þessi smáskítlegi dónaskapur, sem
hrúgað er yfir okkur í blöðum og bókum, er verri en vondur, — hann
er Ijótur. Og ég vona, aö Jóhannes úr Kötlum komist af þessum villi-
9ótum og rati heim til sálar sinnar. Hann hefur sýnt það með kvæðum
sinum, að hann á marga þá strengi, sem geta ómað fagurt, ef leikið er
a þá með viðkvæmni og blíðu, en ekki með hörku og ruddaskap.
Jakob Jóh. Smári.
Jóhann Frímann: NÖKKVAR OQ NÝ SKIP. Akureyri 1934. (Þorst.
Jónsson).
Gunnar S. Hafdal: GLÆÐUR I. Akureyri 1934. (Félagið Birtan).
Jóhann Frímann hefur áður gefið út „Mansöngva til miðalda", og er
þsssi ljóðabók greinileg framför frá hinni fyrri. Að vísu er hann sum-
staðar í kvæðunum lítt skiljanlegur (t. d. er hann segir, að Snorri Sturlu-
son hafi viljað „Páfatrúar kryfja kreddu — kristna skapa nýja Eddu'1),
eða honum fatast tökin á efninu (t. d. „Absalon, sonur Davíðs") — eða
l°ks, aö sum kvæðin eru svo sviplaus, að um þau er ekkert að segja,
en þar sem honum tekst bezt, kemur greinileg skálda-æð í ljós (t. d. f
kvaeðunum, sem heita „Bónorð", „Tón-ernir“ og „Jól við Dumbshaf"),
en einkum er fallegt kvæðið „Konungur næturinnar", um smalann, sem
vakir yfir túninu. Það kvæði er perlan í bókinni.
Qunnar Hafdal er ekki eins brokkgengur og Jóhann Frímann og
kvæðin yfirieitt fágaðri og vandaðri að ytra búningi, en þó þykir mér
ekki eins mikið til hans koma. Hann yrkir slétt og felt, en frumleikur
°9 tilþrif eru lftil. Kvæðin, einkum stökurnar, eru lagleg, en heldur