Eimreiðin - 01.10.1934, Qupperneq 117
eimreiðin
RITSJÁ
44í
bókhaldari, auglýsingastjóri, blaðamaöur o. fl. Hann hefur ritað skáld-
sogur fleiri en þessa, en enga sem hefur hlotið betri uiðtökur. Lesand-
inn verður fljótt snortinn af því, hve aðal-persónur sögunnar eru lát-
lausar og mannlegar. Það er eins og að mæta fólki á förnum vegi og
kynnast því í sjón og reynd. Lesandanum fer að þykja vænt um þetta
f°!!i, af því hann finnur til með því og sér jafnframt, að það er mikið
1 það spunnið. Einnig hefur bókin að því leyti gildi, að hún gefur mjög
ijóst dæmi af þeirri plágu, sem herjað hefur heiminn, og þá einkum
stórborgir Evrópu, síðan heimsófriðnum mikla lauk: atvinnuleysisplágunni
m‘kiu, sem lamað hefur svo mörg mannslíf og Iagt í rústir hamingjusöm
heimili. Þetta er sagan um það, hvernig það má ske, að þessi hræði-
lega plága nær aldrei að beygja til fulls ungu hjónin, þau Pússer og
Pinneberg: Þau þurfa aldrei að skammast sín hvort fyrir öðru. Þau
9eta alt af litist í augu. Það býr með þeim hamingja, „hin sama gamla,.
unsa ást, sem ekki er dauð og aldrei skal fá að deyja". Sv. S.
Snoni Hjartarson: HÖIT FLYVER RAVNEN. — Roman. — Oslo
1934 (Nasjonalforlaget).
Hér hefur enn einn bæzt í hóp þeirra íslenzkra rithöfunda, sem tilraunir
hafa gert til að rita bækur á erlendum málum. Sá hópur er þegar orð-
jnn allfjölmennur, þótt þeir séu tiltöiulega fáir, sem unnið hafa fullkom-
'nn sigur á þessari vandförnu brauf. Eflir þenna unga höfund mun fátt
e^a ekkert hafa birzt á íslenzku, nema þrjú kvæði í Eimreiðinni 1930,.
enda hefur hann dvalist langvistum erlendis, lengst af í Noregi, og tamið
ser að rita á því máli.
Saga þessi er lýsing á baráttu ungs málara og veiklundaðs, sem Iendir
i alvarlegri klípu út af ástamálum. Hann hefur kynst tveim stúlkum,
annari í Osló og hinni heima á íslandi. Hvor um sig heldur að hún eigi
ast hans óskifta, en hann skortir þrek til að skrifta, gera upp sakirnar
°9 skilur við unnusturnar í óvissunni. Lýkur sögunni með þvf, að báðar
verða óhamingjusamar, en hann hálfsturlaður út af öllu saman. Eina von
hans er að sú sálarkvöl, sem hann hefur liðið fyrir afbrot sín, verði
frjóvgandi fyrir list hans. Fyrir þá sorg, sem hann hefur valdið öðrum,
hygst hann nú að bæta með list sinni og helga sig henni heill og óskiftur.
Og þó er þessi Ieið einnig líft fær, finst honum, því annari stúlkunni,
Prlu. á hann það mestmegnis að þakka, sem hann hefur enn afrekað í
mnlaralistinni. Hún hefur blásið honum andagiftinni í brjóst. Nú minnir
a!t Þsð bezta í list hans svo sárt á Erlu, að hann spyr í örvæntingu:
hhu þá Iaun listarinnar aðeins þjáning, þjáning?!
Höfundurinn lýkur svo bókinni, að hann lætur þessari spurningu og
f!eirum ósvarað. Hann gerir meira að því að vekja spurningar og skapa
Hækjur en að ieysa úr þeim. í frásögninni ber all-mikið á fálmandi Ieit„
°9 persónurnar eru nokkuð skuggakendar stundum. En víða eru fallegir,
lóðrænir kaflar í bók hans, og hann virðist þegar hafa náð allgóðu. '
valdi á norskunni. Sv. S.