Eimreiðin - 01.01.1935, Blaðsíða 22
II)
VIÐ Ij.IOÐVEGINX
BIMHEIÐIN
á niótinu. Meðal annars minnist ég þess, að einn þátttakenda,
kunnur rithöfundur, lét eitt sinn í ljós þá persónulegu sann-
i'æringu sína, að íslendingar myndu verða orðnir gjaldþrota
eítir tuttugu ár, ef þeir fengju fult sjálfsforræði. Það má vel
vera, að ég hafi ósjálfrátt sett suint af því, sem Ellen Key
sagði, í samhand við sjálfstæðisharáttu vora. ()g oft hefur mér
síðan komið ræða þessi hin alvöruþrungna í hug, sú er flutt
var fyrir nálega tuttugu árum, fyrir æskulýð Norðurlanda
í skilnaðarsamsætinu á Eiðsvelli, þegar svo hefur virzt sem
áhyrgðartilfinningin fyrir því að varðveita hinn dýra sjóð
fengins frelsis vors ætlaði að skolast burt með öllu í haf-
róti þjóðmálanna.
Enn ér þetta ekki orðið og verður vonandi aldrei. Þjóðin
er nú þrátt fyrir alt betur húin undir erfið átölc en fyri-r fjöru-
tiu árum. Landið er orðið frjórra og betur ræktað, fiskimiðin
enn auðug og ýmsar tekjulindir nú opnar, sem ekki voru þá
kunnar. Á fjörutiu ára afmælinu, sem orðið hefur tilefni þess-
ara lína, á Eimreiðin enga ósk heitari, — en að næstu fjöru-
tiu árin, — eins og' öll framtíðin - - verði blómatími í sögu
þjóðarinnar, með a1 vaxandi íarsæld allra landsins sona og
dætra. Megi oss auðnast að gæta svo fengins frelsis og auka
]>að enn svo, að draumurinn rætist um hina
„fjarlægu fagnaðar stund,
er fólkið af hæðunum hrunar
og liorfir l>ar loks yfir liauður og sund
og heilsar þér, ástkæra, niarghrevða grund,
og ópið í dölunum dunar“.
Megi draumurinn um frjálst og fullvalda fÖðurland rætast til
fulls.