Eimreiðin - 01.01.1935, Side 16
KIM REIÐIX
Við þjóðveginn.
31. marz 1935.
Um síðustu áraniót voru fjörutiu ár siðan Eimreiðin hóf
göngu sina. í tilefni af afmælinu hafa verið gerðar nokkrar
breytingar á henni, sem allar eiga að niiða til hóta. í stað eldra
leturs, sem var orðið nokkuð slitið, hefur ver-
Fjörutíu ára ið tekið upp nýtt. Blaðsíðubreidd er nokkru
afmæli. meiri en áður, án þess stærð brotsins þurfi að
brevtast við það. Geta því allir þeir mörgu, sem
eiga Eimreiðina frá hyrjun í bandi, haldið áfram að hinda hana
inn í sama hroti og verið hefur. Þá hefur verið tekin upp ný tit-
ilmynd, eða öllu heldur nánari útfærsla á hinni fyrri, sem á
táknrænan hátt lýsir þeirri hugsjón inn í framtíðina, sein skáld-
ið Þorsteinn Erlingsson hrá á loft í hinu fagra inngangs-
kvæði Eimreiðarinnar, Brautin, hugsjóninni um framsækni
lands og lýðs á hinni löngu og erfiðu braut að markinu, „þar
sannleiki ríkir og jöfnuður hýr“, hugsjóninni um samfylk-
ingu allra þeirra, er „heilsa ineð fögnuði vagninum þeim,
sem eitthvað í áttina liður“. Nokkrar fleiri smábreytingar
hafa verið gerðar, án þess þær raski í nokkru verulegu þeim
lieildarsvip, sem verið liefur á ritinu.
Þó að ævi Eimreiðarinnar sé ekki langur tími úr sögu
þjóðarinnar, þá er þetta fjörutiu ára skeið af ferli hennar
viðhurðaríkara en nokkurt annað jafnlangt tímabil síðan
land hygðist. Stórfeldar hreytingar og byltingar hafa fram
farið svo að segja á öllum sviðum. Sjálfri íslenzku
Horft þjóðinni hefur fjölgað á þessum fjörutíu árum úr
til baka. tæpum 7ö þúsundum upp í ca. 115 þúsund manns.
Reykjavík, sem 1895 var þorp með um 5000 íhúa
telur nú um 32.000 ihúa. í stjórnmálum hefur orðið stórfeld
hreyting. Fyrir fjörutíu árum voru stöðulögin svonefndu
látin gilda hér á landi, en sainkvæmt þeim var ísland
„óaðskiljanlegur hluti Danaveldis með sérstökum landsrétt-
indum“. Nú er landið „frjálst og fullvalda ríki“, í konungs-
samhandi við Danmörku. Þá var æðsta vald innanlands á
k