Eimreiðin - 01.01.1935, Blaðsíða 26
14
ISLAND 1!):«
KiMimrÐiN
Af sérverkuðu síldinni er mestur hlutinn hin svonefnda
matjessíld, sem ætluð er fyrir miðevrópumarkaðinn, aðallega
í Póllandi. Héfur þessi verkunaraðferð verið tekin upp tvö
siðustu árin, þvi að söluhorfur sýnast góðar, ef ekki verða
heftar. Sala sildarinnar gekk sæmilega og sömuleiðis síldar-
afurðanna. Stofnað var „félag islenzkra matjessíldarfrani-
leiðendá", sem fékk byrjunarstuðning með liráðahirgðalögum
frá landsstjórninni. I stað þeirra samþykti svo alþingi lögin
um síldarútvegsnefnd.
Grasspretta var góð víðast, en nýting heyfengsins varð víða
slæm, einkum austanlands og norðan, vegna stöðugra óþurka
eftir túnaslátt. Ónýttist mikið af heyjum víða,
Landbúnað- og varð að hæta úr þessu ineð því að láta hænd-
urinn. ur hafa síldarmjöl. Er talið að uin 2000 tonn
hafi farið til innanlandsnotkunar á móts við
ö—700 tonn undanfarin ár. Það hefur bætt úr, að tíðarfar hef-
ur verið mjög milt fram að áramótum og jörð víðast snjólaus.
Tilfinnanlegur skortur er á skýrslum um hevfeng og nýtingu
á heyi. Þyrfti að koma á slíkri skýrslugerð hið fvrsta. —
Garðrækt fer stöðugt vaxandi, og uppskera hafði víðast orðið
sæmileg á árinu, en kartöflusýki sú, er árið áður gerði svo
mikið tjón, var að mestu horfin.
Iðnaður fer stöðugt vaxandi. A árinu hættust við ýms ný
fyrirtæki, svo sem stáltunnusmiðja, hampiðja, sem spinnur
garn í veiðarfæri. Súkkulaðigerðin Sirius í Khöfn
Iðnaður. setti hér upp verksmiðju. Slippfélagið hafði fært út
kvíarnar og tók til viðgerðar á árinu 85 skip og 30
háta. Þá hafa sápugerð, sælgætisgerð, klæðagerð, niðursuða,
ÖI- og gosdrvkkjagerð, húsgagnasmiði o. fl. færst í aukana. Síld-
arbræðslur fjölguðu úr 7 í 11, en þess sá þó ekki merki á fram-
leiðslunni í þetta sinn. Byrjað var að reisa viðhót við sildar-
hræðslu rikisins á Siglufirði, er tekur til starfa á næsta sumri.
Gengissveiflur urðu litlar á árinu. Sterlingspundið og þær
myntir, sem því fylgja, lækkuðu dálítið gagnvart gullmyntun-
um, án þess þó að vart yrði hér við nokkra verð-
Verzlunin. lagshreytingu af þvi. Vextir voru óhreyttir á
árinu. Verð á matvörum, útlendum og innlendum,
var að meðaltali ívið hærra í árslok heldur en i ársbyrjun.