Eimreiðin - 01.07.1935, Page 12
260
GÓÐUR GESTUR
eimrbiðis
um Ijóðuiu sínum numið ný lönd hinnar fjarlægu og fögru
heimsálfu, með því að sækja þangað yrkisefni og auka þannig
fjölbreytni og' víðfeðmi íslenzkrar óðlistar. Hún hefur verið svo
heppin að eiga lengsta dvöl á unaðsfagurri strönd Kyrrahafs-
ins, þar sem skiftast á skógar og fjöll, akrar og sund, þar seni
borgir og önnur mannvirki rísa í fögrum ramma tilkomuinik-
illar náttúru. Alt þetta hefur frjóvgað anda skáldkonunnar og
aukið henni andlega útsýn. Hún yrkir um „endurfæðing skóg'
arins“, aldintrén og um það „hve ljúft er að líta mánann gægj'
ast um liinið þétt — er annirnar kveðja sumardag." Og’ hun
yrkir um „vind-sog í skógi — og skruggur og skúr“, alt þetta
oss íslendingum fjarlæga, en þeim mun æfintýralegra. Hun
flytur þetta nær oss, heim, gerir það að íslenzkri eign, nieð
orðsins töfrum. Skáldkonan á sér að vísu annað ríki vestui'
við Ivyrrahaf, þar sem er heimili hennar og ástvinir. Það þaH
ekki annað en lesa Móðurljóð hennar og Vögguljóð eða kvæð-
ið „Hugsað á heimleið“ til þess að finna hve sterk þau bön®
eru, sem tengja hana við heimilið. Þó að hraðlestin þjóti með
hana óðfluga heim á leið, þá finst henni leiðin aldrei ætla að
taka enda:
„Saint finst mér seinlega vinnast,
og sá'rlangt að l)iða,
þar til ég sé út á sundið,
og sóiin i fjarska
kveður i skrautlitum skýjum
liinn skínandi bláma,
vefur svo vestlægust fjöllin
í vinlegum bjarma.“
En ísland fer aldrei úr hug hennar, og í kvæðum hennar m:l
altaf kenna hinn islenzka svip og ættarmót: svip FjallkonunU'
ar. í sumar hefur skáldkonan átt endurfundi með FjallkoU'
unni. Kvæðin, sem hér fara á eftir, sýna það hezt, hve þeir euú'
urfundir hafa verið innilegir.
Vér þökkum skáldkonunni fyrir komuna hingað og ósku111
lienni farsældar á hinni fjarlægu strönd, sem hefur kaílað haR:1
héðan aftur. Sveinn Sigiu-ðssofl■