Eimreiðin - 01.07.1935, Qupperneq 30
278
I ÞOKUNNI
EIMnBIÐl^
seiddi með óttablöndniun töfrum. í fari hennar var svali tserra
lækja og kaldur blær öræfanna, en einnig sólskinið, eimu1'
jarðar og angan næturblóma. Hún var margfalt næmari en eg
fyrir öllum áhrifum, og svipbrigðin í andliti hennar komu og
hurfu eins og sólblik í skýjum. Hún heilsaði hlæjandi hverjun1
læk, eins og lifandi vini, talaði við blómin og dansaði af gleð1 1
miðnæturkyrðinni. Hún elskaði veglaus öræfin og villugjarna
þokuna, það var veröld hennar. Hvert augnablik næturinnar va1
henni byrjun lífsins, fylt af unaði og eftirvæntingu vorsins-
Það var henni nautn að ganga nöktum fótum á votri jörðinnn
og líkami hennar skalf af gleði við snertingu moldarinnar.
Á hverjum morgni, fyrir sólarupprás, fór hún frá mér, "
gekk þegjandi út í þokuna og hvarf. Dagurinn varð mér ein
einasta löng bið: Ég reikaði óþreyjufullur um öræfin í tóm*
læti einverunnar. Ég var ekki með sjálfum mér, nema þegal
hún var lijá mér. Eg vissi þá þegar hvað skeð hafði, að hug'
ur minn og lijarta var gefið í álfheima. En ég hugsaði aldrel
um hvað verða mundi, spurði ekki um neitt, iðraðist einsklS’
gleðin, sem hún gaf mér, varð ekki metin gjaldi. Ég ineðtók
hana auðmjúkur, hvað sem hún kostaði, — og myndi gel‘
slíkt hið sama enn þann dag í dag.
Hún kom til mín i cllefu nætur samfleytt. Svo kom eltt
heiðríkt kvöld, þokulaust, og þá nótt var ég einn á önefu11'
um. Nótt örvæntingarinnar, enn er hún mér í minni. Eg 1)£1®
til allra vætta í jörðu og á himni að senda hana til mín aft1*1'
Ég var milli vonar og ótta alla nóttina og allan næsta dag- tlU
kvöldið kom þokan aftur, og um miðnæturskeið kom hún.
Það sem hjartanu er dýrast og kærast, verður æ fegursjj
er maður hefur glatað því og harmað það. Ekkert er sælla en :1
endurheimta hið mista, einmitt þá, er vér söknum þess sárusf
Þessi sjaldgæfa hamingja var mér gefin þá nótt.
Hún var orðin eitthvað breytt, kyrlátari, þöglari. Við tölu^
um fátt. Hún sat hjá mér á árbakkanum, og ég hvíldi höt11
mitt í faðmi hennar. Undir morguninn hvíslaði hún: „Þu :1
að sofna“. Svo kom stundin sú, sem altaf er mér ógleymuule^'
sem ávalt mun lifa: Hún laut að mér og kysti mig á muun
inn. Það var blómaangan af heitum vörum hennar, og augu*1
ráð hennar var myrkt af friði; hún veitti mér uppfyH'11^11