Eimreiðin - 01.04.1941, Qupperneq 20
132
VIÐ 'ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN’
orði. Þess vegna bættu þeir við hana skýringum. En yfirleitt
töldu þingmenn í henni felast fullan og ótvíræðan úrskurð og
vilja þingsins um, að ísland sé réttarlega lir sambandi því, sem
það hefur verið í við Danmörku, aðeins eftir að ganga frá hinni
íormlegu hlið málsins. Þessi sami skilningur hefur og komið
fram í flestum þeim blöðum erlendis, sem gert hafa málið að
umtalsefni, éftir að fréttist um úrslit þess í þinginu.
Ræða rikisstjórans í þinginu 17. júní var öll þrungin þeim
varúðarsama frelsis- og fullveldishug, sem einkenndi gerðir
þingsins í málinu. Hann benti á skyldleika
Ræða okkar við Norðurlandaþjóðirnar og þörfina
ríkisstjóra. á menningarlegu sambandi við þær. Þetta er að
sjálfsögðu mikilsvert, ekki sízt meðan margir
dýrmætustu fjársjóðir okkar eigin bókmennta og sögu eru
geymdir í söfnum Norðurlanda. Hann óskaði, að við mættum
í framtíðinni eiga heima í hópi þeirra lýðræðisþjóða, sem
vilja byggja líf sitt, framtíð og gagnkvæm viðskipti á grund-
velli réttarins. Og hann lagði ríka áherzlu á, að ekki sé unnt
að tryggja og varðveita framtíðartilveru íslands sem frjáls og
fúllvalda ríkis og íslenzku þjóðarinnar á nokkrum öðrurn
grundvelli en réttarins. „Vér munum virða réttinn, — einnig
er aðrir eiga í hlut, — en aldrei máttinn án réttar.“ Þessi orð
ríkisstjórans gætu staðið sem einkunn og heitstrenging allrar
þjóðarinnar yfir dyrum þess musteris fullveldis og sjálfstæðis,
sem lnin hefur verið að leitast við að reisa á umliðnum öldum
og er enn að vinna að.
'N^ið lifum á öld ofbeldisins, og nú er það mátturinn, sem
ræður. Ef rétturinn sigrar, svo að það verði hann samfara
mættinum, sem skipar íslenzku þjóðinni stöðu meðal þjóð-
anna, að loknum þeim hildarleik, sem nú er háður, þarf hfm
engu að kvíða. Lýðræðið, eða öllu heldur þjóð-
Nýir tímar ræðið, réttur hverrar einstakrar þjóðar til frelsis,
í vændum. er um stundarsakir mjög skertur, næstum hvar-
vetna í heiminum. Jafnvel hér á Islandi hefur
rás viðburðanna takmarkað hann og breytt homiin á marga
lund. Á sama tíma sem hinar mikilvægu ákvarðanir eru á döt-
inni i sjálfstæðismálinu, eru kosningar til alþingis látnar falb1
niður, samkvæmt ályktun þingmanna sjálfra, með þeim rökuuir