Eimreiðin - 01.04.1941, Side 29
eimreiðin
FÓRNARLUND OG AUÐSÓTTI
141
hæð og ríkið fær hjá henni að láni. Þetta er mikilvægt atriði,
°S brezka þjóðin sparar nú við sig í smáu og stóru, bæði til
þess að geta lagt sparifé það, sem hún getur af sóð, fram að
láni og til þess að geta risið undir sköttum þeim, sem á henni
hvila.
Auknar slcattaálögur á þjóðina hlutu að verða ein fyrsta af-
leiðing þess, að brezka ríkið lagði út í styrjöld. Enda reyndist
það svo. En það furðulega gerðist eftir að fjármálaráðherrann
hafði fengið sína fyrstu skattahækkun samþykkta i þinginu
f yrsta ófriðarárið, að þá var það sjálfur almenningur, sem krafð-
'st enn meiri skattahækkunar. Og fjármálaráðherrann tók
lúóðina á orðinu, er hann samdi annað ófriðarárs-fjárlaga-
Iruinvarp sitt og hækkaði tekjuskattinn upp í 10 shillinga af
sterlingspundi. Auk þess hefur verið lagður á há-tekjuskattur,
sem getur orðið allt að 19 s. 6d. af sterlingspundi. Jafnvel
obreyttir verkamenn gátu komizt í skatt, ef árslaun þeirra
haniu meiru en 110 sterlingspundum. Brezka þjóðin, jafnt ríkir
sem fátækir, hefur tekið á sig þessar byrðar af l'iisu geði. Hún
'eit, að hún verður að fórna öllu, vinnu sinni, tómstundum,
eignurn sínum og tekjum, sjálfu lífi sinu, til þess að geta upp-
lyllt skyldur sínar og skuldbindingar.
I akmark það, sem fjármálastjórn Breta hefur sett sér, er
geta greitt styrjaldarkostnaðinn án þess að til verulegrar
aukinnar verðbólgu og seðlaútgáfu komi. Hergagnaframleiðsl-
an eykst jafnt og þétt og gleypir æ meira og meira af vinnu-
hi’afti þjóðarinnar. Að sama skapi minnkar geta hennar til að
Iramleiða eigin lífsnauðsynjar. Hernaðarframleiðslan nær há-
marki, þegar yfirgnæfandi meiri hluti starfandi manna hefur
^erið losaður frá borgaralegum störfum til þess að gefa sig
oskipta við henni. En stjórninni er það ljóst, að þetta getur
í aðeins orðið án fjárhagslegs tjóns, að sparað sé ó öllum
s'iðum hins borgaralega lifs.
bessi sparnaður er framkvæmdur með ýmsu móti. Mat-
vadaskömmtun var komið á strax í byrjun, og mörg önnur ráð
hafa verið upp tekin til þess að ná settu markí. Fjórða leiðin,
sein nefnd var, lánsfjársköpunin, hefur enn ekki verið farin
uenia að mjög litlu leyti. Enda er hún talin sú hættulegasta.
Með því ag varpa inn á peningamarkaðinn nýjum seðlafúlg-