Eimreiðin - 01.04.1941, Qupperneq 30
142
FÓRNARLUNI) OG AUÐSÓTTI
EIMRGIÐIN
um, hefst stóraukin samkeppni milli þessara nýju peninga og
þeirra, sein fyrir voru, um hinar takmörkuðu vörubirgðir, sem
til eru, og þetta veldur verðhækkun lil stórhættu fvrir alla
neytendur í landinu og þá fyrst og fremst fyrir þá fátækustu.
Útgjöld brezka ríkisins voru fyrsta styrjaldarárið £ 2 640
000 000, eftir því sem hagfræðitímaritið Tlie Economist
greinir frá. Þessi útgjöld voru greidd þannig, samkvæmt þeim
fjórum fjáröflunarleiðum, sem áður er lýst:
1. Með ávísun á erlendar inneignir......... £ 400 000 000
2. Með sköttum ............................ „ 1 160 000 000
3. Með lánum á sparifé þegnanna ........... „ 780 000 000
4. Með lánsfjársköpun ..................... „ 300 000 000
Samtals £2 640 000 000
Af þessari greiningu sézt, að fjárhagsafkoman er ágæt fyrsta
styrjaldarárið. Aðeins tæpur tíundi hluti allra útgjaldanna er
raunveruleg þjóðarskuld. Öll útgjöld fjárhagsárið, sem endar
í april 1942, eru áætluð £ 4 206 957 000, og er þar ekki meðtalin
sú hjálp, sem Bandaríkin veita nú Bretum samkvæmt láns- og
leigufrumvarpinu, síðan það varð að lögum. Þessi upphæð er
gífurleg og nálega helmingi hærri en fyrsta styrjaldarárið. Þó
hefur fjármálaráðherrann haldið því fram, að jafnvel þessa
gífurlegu upphæð sé unnt að greiða eingöngu með sköttum og
sparifé landsmanna, sem ríkið tæki að láni, ef skattarnir yrðu
enn hækkaðir um £ 250 000 000 á ári. Þetta telur hann fært
með því einu að skattleggja ekki aðeins millistéttirnar og þá
ríku, heldur einnig hvern einasta verkamann í landinu. Og
þetta hefur nú verið gert, en með alveg sérstakri og hugvits-
samlegri aðferð til að fá fólkið enn til að spara, en þá aðferð
hefur hagfræðingurinn nafnkunni .1. M. Keynes fundið upp.
Hún er sú, að gera hinn nýja skattauka að nokkru leyti að
vaxtalausu láni til ríkisins, og á skattþegninn að fá það endur-
greitt að styrjöldinni lokinni. Fjármálaráðherrann Ivingslev
Wood tók upp þessa aðferð til að koma skatti á hvern mann
i landinu, nálega hvað litlar tekjur sem hann hefur. Hann er
hvattur til að minnka enn við sig, spara enn meira og taka
á sig sinn skerf af þeirri miklu byrði, sem á þjóðinni hvílir,
•en þeir fátækustu eru um leið að leggja fyrir handa sjálfum