Eimreiðin - 01.04.1941, Side 36
148
VEGAGEUÐARMENN
EIMREIÐIN
bóginn verður hann „útflutningsbraut“ deyjandi sveitamenn-
ingar, sem flosnar upp og flytur á mölina. Hvílíkt öfugmæli
það er, getum við bezt borið um, sein nú í tvö sumur — og
ótal fleiri — höfum komið öfugu leiðina. Og fyrir okkur hefur
það verið upprisa! Frá dauðanum á mölinni til uppsprettu
alls lifs — í dalnum.“
2. Draugagangurinn í selinu.
Innst í dalnum er gamalt sel eða eyðibýli. Var víst upp-
runalega sel frá stórbýli úti í sveitinni. En síðan um hríð
kotbýli og hefur nú legið i eyði hátt upp i tvo mannsaldra.
Tveir, þrír húskofar standa enn uppi að nokkru leyti.
Skakkir og skældir með snaraða stafna og fallna veggi. Leifar
af þýfðu túni umhverl'is. Einmana lambær liggur í túninu
skammt frá bænum. Lækur niðar í hægum halla i túnjaðr-
inum. Sólin er að hverfa undir Nípu-kinnina, háa og snar-
bratta, og dalurinn fyllist skyndilega dimmum skugga. En út
lil fjarðarins er enn glaðasólskin, og blikar á lognbjört lónin
við fjarðarbotninn. Ljósaskiptin eru því átakanlega sterk og
hrikafögur. Dimmidalur, datl mér í hug, Svartárdalur,
Myrkárdalur. Öll þessi nöfn hæfðu vel. Dalurinn þröngur
með snarbröttum fjöllum og háum, gnæfandi á báða vegu.
Og margföld svartblá stuðlabergsbeltin frá miðjum hlíðum
og upp úr.
— Þannig kom selið mér fyrir sjónir, er ég leit það í fyrsta
sinn. Nýi vegurinn var tekinn að nálgast. Og verkstjórinn
sendi mig þangað eitt kvöldið til að athuga tjaldstæði og þess
háttar. Við ætluðum að flytja eftir einn eða tvo daga.
Ég nam staðar við eyðibýlið og litaðist um. Hérna var það
þá, sem allar þessar kvnlegu sögur höfðu gerzt. Hér var reinit.
Og ferðamenn vildu helzt komast hjá að nenia hér staðar í
myrkri. Hestar fældust. Hundar ruku upp með heiftarlegu urri
og gelti og ætluðu alveg að tryllast. Og ferðamenn, sem orðið
höfðu að leita húsaskjóls í kofunum sökum veðurs, höfðu
sömu sögu að segja. Þar var engan frið að fá né hvild. Þó gat
enginn sagt neitt nánara frá neinu. Því að enginn — eða mjög
fáir að minnsta kosti — höfðu orðið nokkurs sýnilegs varii'-
En kofinn hafði verið fullur af kulda og heiftþrunginni andúð,