Eimreiðin - 01.04.1941, Page 40
152
VEGAGERÐARMENN
EIMREIÐIN
„Sjáið þið hana ekki! Hún er að fara þarna nt úr tjaldinu.“
Og hann benti beint á miðjan langvegg' tjaldsins. Svo opnaði
hann augun til fulls, áttaði sig og starði á tjaldvegginn.
„Er þig að dreyma, Jón frændi!“ sagði ég.
Hann hristi sig, eins og hann væri að hrista af sér einhver
óþægindi.
„Ekki er mark að draumnm," sagði hann stuttur i spuna.
Svo hallaði hann sér út af aftur og mælti ekki orð framar. —
Enginn okkar hreyfði þessu ináli við Jón frænda framar.
Enda hefði það orðið árangurslaust. Hann trúði á mátt sinn
og megin og var algerlega laus við alla „hjátrú cg hégiljur“
og einhver sá æðrulausasti maður, er ég hef þekkt.
Og „ekki er mark að draumum".
Tveim dögum seinna voru öll þrjú systkinin litlu að leika
sér niður við ána. Hún var fremur lítil um þessar mundir.
Beint niður undan tjöldunum er lítill foss og hylur undir.
Skömmu seinna komu systkinin heim aftur, skrítin á svip-
inn, en þó ekki hrædd, og dálítið vandræðaleg. Við vorum „í
kaffi“, svo að við heyrðum allt, sem þau sögðu.
Drengurinn hóf máls:
„Hver er að gráta niður við ána, mamma?“
„Gráta ?“
„Já, það var einhver að gráta. Ég heyrði það svo vel.“
„Og ég lika,“ sagði litla systirin, sex ára.
„O é líka,“ sagði sá yngsti, þriggja ára snáði.
„Það var ekki niður við ána,“ sagði litla stúlkan.
„JÚ, víst,“ sagði bróðirinn valdamannslegur.
„Nei, það var í ánni,“ sagði liún áköf. — Drengurinn opn-
aði inunninn til andmæla, en lokaði honum aftur, hikandi.
„Mér heyrðist það líka, — en það var enginn í ánni, skil-
urðu, — bjáninn þinn.“
„Júhú.“ Litla stúlkan hjó höfðinu. „Júhú, ég sá það líka.
Það var ung stúlka. Ég sá bara andlitið. Og hún var að gráta.“
Bróðirinn glápti á hana.
„Æ, blessuð börn, verið þið ekki að þessum ruglingi," sagði
móðir þeirra. „Farið þið nú út aftur og leikið ykkur — en ekki
ofan að hylnum," bætti hún við. —
Fleira gerðist ekki í selinu, svo að orð væri á hafandi. Eða