Eimreiðin - 01.04.1941, Blaðsíða 42
YEGAGERÐARMEXN
EIMREIÐIN
154
að bergmálið endurómaði innst og dýpst í vitund minni, fyllti
hana, setti hana í djúpar, sterkar sálarsveiflur, er kveiktu
ljós og' líf og hljóma, dýrðlega og dásamlega, svo að allt annað
hvarf og gleymdist.
Þetta guðdómlega tölt hvíta gæöingsins vakti og endurskap-
aði það, sem „myndina mína“ ennþá skorti. Hún varð allt í
einu fullger og lifandi.
Félagar mínir hvildu sig ofurlitla stund eftir miðdegis-
verðinn. Ég stóð einn úti. Nú var allt gleymt. Rúm og tími
horfinn. Hvar var ég? Allt var orðið nýtt, en þó að mestu
óbreytt. —
Ég geng niður ylir grundina, niður að ánni. Leggst niður í
ilmandi iðgrænni laut og horfi þaðan lokuðum augum heim
til selsins. Og myndin rennur lifandi og skýr fram hjá augum
mínum frá upphafi til enda. Löng saga. Röð af viðburðum.
Og nú ætla ég að segja söguna eins langt og orð fá lýst.
3. Saga selstúlkunnar ungu.
Hún sat einsömul í selvarpanum með hendurnar í fanginu
og Iieið. Selkofinn var aðeins einn og stóð dálítið ofar en
þar, sem hærinn síðar var reistur. Hún var aðeins seytján
ára, og sólin gyllti Ijósa hárið hennar, svo að það logaði eins
og geislabaugur um ungt og fagurt andlit hennar. Og himin-
hláminn speglaðist i djúpu augunum hennar, sem voru enn
dýpri í dag en venjulega, af ókunnri orðlausri þrá. Af því að
hún var að híða. Bíða eftir lífinu sjálfu.
Hún styður háðum höndunum undir höku
sér, horfir fram eftir grundunum, og hana
dreymir með öllum sínum unga líkama og
sál. Hún hefur verið alveg eirðarlaus uW
daginn. Hélzt ekki við inni i selinu. Hún
gekk frá strokknum hálfskeknum og settist
út i selvarpann í hádegissólinni. — Það var
sama daginn og í dag: Miðvikudaginn í 15-
viku sumars. —
Hún heið. Hún vissi, að eitthvað gott
myndi hera að höndum í dag. Blessun guðs
myndi drjúpa á hana. Hún var eintóm