Eimreiðin - 01.04.1941, Side 48
160
Um veðurfar og brimmerki.
Eftir ísólf Pálsson.
Þeir, sem lengstan tíma ævinnar
ala aldur sinn innan veggja og hafa
því lítið við veðrabrigði að stríða,
hita skipti og kulda, vinda og vætu,
geta látið sér nokkuð á sama standa,
hverju viðrar. En þeir sem lifa að
mestu leyti við útistörf og eiga 1
sífelldri baráttu við brigðlynda
veðráttu, láta sig ætíð veðurfarið
miklu skipta og gefa því jafnau
nánar gætur, eða svo ætti það að
vera. Mörg eru þá og dæmi þess, að
til hafi verið menn, sein sinnt hafa
svo vel tíðarfari, að þeir urðu mjög
glöggir á öll veðrabrigði og höguðu verkum sínum þar eftir
sér í hag. Ég tel það mjög mikilsvert, að menn þeir, er úti-
störf stunda, geti sem hezt ráðið rúnir lofts — og þá ekki síðui'
lagar, þeir er sjó stunda. Og víst er um það, að þessar rúnir
lofts og lagar hafa íslenzkir alþýðumenn stundum getað ráðið
ótrúlega vel.
í hinu gamla og góða riti Atla eru allmörg einkenni lofts>
lagar og dýra tilfærð, er vita á hin og þessi veðrabrigði, °í>
er þar allvel tilgreint margt, sem vert er að veita eftirtekt. Éo
ætla að bæta hér við nokkrum athugunum um þessi efni, seiu
ég lief ýmist sjálfur gert eða eftir öðrum haft, þó að vísU
kunni af einhverjum óþarfi að teljast, þar sem nú er safnað
veðurfregnum af lærðum veðurfræðingum, sem eins og getu
má nærri oft koma að haldi, þó að enn vanti til þær athug'
anir, sem geta bent til hvenær vænta megi, að sjór ókyrrist
svo af stórbrimi, jafnvel þó að lyngt sé veður, að veruleö
hætta sé á ferðum. En víst mun svo reynast með tíð og tíma, uð
nokkurn veginn muni mega segja fyrir um það, a. m. k. fyrI*
A