Eimreiðin - 01.04.1941, Síða 54
EIMREIÐIN
Áhrif hebresku á íslenzka tungu.
Eftir scra Guðmund Einarsson.
Þaö er ekki langt, sein við getum
séð greinilega aftur í tímann, því
flest hinna elztu rita þjóðanna liafa
glatazt í rás aldanna. Fyrst um 1000
árum f. Kr. fáum við greinilega
fræðslu um þær þjóðirnar, sem elztar
bókmenntir eiga, svo sem ísraels-
menn og' Egypta, og svo litlu síðar
um Grikki. Annars er mjög lítið
kunnugt um aðrar þjóðir fram undir
500 f. Kr„ og þá af mjög skornum
skammti fram undir Krists daga.
Hvað margar Evrópuþjóðir snertir,
er oss ókunn saga þeirra mikið lengur, og því fremur saga
þjóðanna í öðrum heimsálfum.
Elzti sagnaritari Grikkja, Herodót, ritaði sína sögu nálægt
450 f. Kr„ og þá fáum við fyrst yfirlit um þjóðirnar kring uni
austanvert Miðjarðarhaf. Jósefus, sagnaritari Gyðinga, ritar
sina sögu, sögu fsfaelsþjóðarinnar, á 1. öld e. Kr„ og þá hefja
Rómverjar sína sagnaritun um líkt leyti, svo það eru hin fornu
rit Hebrea, Gamla-testamentið, sem fram að 500 f. Ivr. fræðir
oss mest og bezt um þjóðirnar í vesturhluta Asíu, Norðaustur-
Afríku og á Balkanskaganum í Evrópu, sem þó er fremur litið.
Aðeins Egyptar hafa átt talsverðar bókmenntir fyrir þann
tíma, svo sögu þeirra er nokkuð hægt að rekja um 1000 ár
lengra aftur í tímann.
Þau fáu brot, sem til eru af elztu ritum þjóðanna í Vestur-
Asíu, frá árunum 2001)—1000 l'. Kr„ eru trúarlegs efnis fremur
en sögulegs, en kasta þó miklu ljósi á líf þeirra þjóða og háttu-
Það, sem því fræðir bezt um löngu liðnar aldir eru stein-
ristur t'ornar, höggmyndir og munir, sem gevmzt hafa í jörðu
og fornfræðingar síðari tíma hafa fundið við útgröft. Vegna
Guðmundur Einarsson.