Eimreiðin - 01.04.1941, Blaðsíða 64
EIM REIÐIN
Ræktun og' notkun matjurta
fyrir 70 árum í Breiðafjarðareyjum.
Eftir Ólirni Andrésdóttur.
Ég hygg, að hvergi á þessu landi hafi verið meiri neyzla jurta-
fæðu en i vestureyjum Breiðafjarðar á þeim tíma, senx ég ólst þar
upp, og var ]>að þó ekki af því, að þar væri minni kostur góðra
matfanga en annars staðar, því að einmitt þar munu fæðutegundir
fjölbreyttastar vera. Alls konar fiskategundir veiðast þar, sem hér
við land þekkjast, og ekki vantaði sjósóknina á þeim dögum. Ég
held, að ])essari fjölbreytni sé bezt lýst með því að lofa ykkur að
heyra vísu, sem einn af okkar ágætu hagyrðingum kvað um hlunn-
indi Reykhóla, og hljóðar þannig:
Söl, hrognkelsi, kræklingur,
livönn, egg, reyr, dúnn, melur,
kál, ber, lundi, kolviður,
kofa, rjúpa, selur.
Allt þetta áttu vestureyjar í fórum sinuni auk fiskjarins, nema
rjúpuna og kolviðinn. En bændurnir i eyjunum létu sér þó ekki
nægja öll þessi hlunnindi, sem þeir ræktuðu og hirtu með mikl-
um dugnaði og forsjá, svo að dúntekja og selveiði jukust árlega.
Á hverri eyju voru auk þessa margir stórir og frjóvir matjurta-
garðar. Þeir voru afburðavel hirtir og borinn i þá liaust og vor
margs konar áburður, mykja, gamlir öskuhaugar og þang, sem
fyrst var borið í stóra hauga, látið fúna þar og borið svo í garðana.
Ekki man ég til, að annað væri ræktað i görðum þessum en
jarðepli og rófur, þó miklu meir jarðepli. Mikil var vinnan við
garðana, vor, sumar og haust. Enginn rétti hönd til að reyta arfa
úr görðunum að sumrinu nema börnin, sem ekki voru fær til ann-
arrar vinnu. Entist þeim sá starfi franx yfir mitt sumar, þó að eng'
um góðviðrisdegi væri úr sleppt, og þótti okkur það stunduni
leiðinleg vinna. En ekki tjáði börnum þá að mæla á móti því, senx
foreldrar og hiisbændur skipuðu fyrir. En svo kom haustið með
öllunx aflaföngum sinum og hinum fjölbreytta undirbúningi undir
velurinn, og nxikil var þá stundum uppskeran úr görðunum, og
allir, sem vettlingi gátu valdið, störfuðu að henni. Sumir tóku