Eimreiðin - 01.04.1941, Page 72
EIMREIÐIN
Kukl.
Smásaga eftir F. H. Berg.
Höfundur þessarar smásögu hefur
á'öur ritað ýmislegt bæði i bundnu máli
og óbundnu, kvæði, smásögur og nokkr-
ar ritgerðir bér og þar í Iilöðum og tíma-
ritum. Eftir liann liafa og komið út tvær
Ijóðabækur: Stef 1935 og í ljósa-
s k i p t u m 1939. Friðgeir H. Berg er
fæddur að Granastöðum i Köldukinn í
Suður-Þingeyjarsýslu 8. júní 1883, en ólzt
upp í Eyjafjarðarsýslu, unz hann 17 ára
gamall fluttist vestur um liaf vorið 1900,
þar sem hann dvaldist í 1G ár. Þá kom
hann heim og hefur síðan dvalið á Akur-
eyri og þar í grennd. Rilstj.
F. h. Berg. Hin nÝja ^ii'kja Heilagsanda-
safnaðar var vel í sveit sett og að
öllu lejdi hið veglegasta hús. Stórir
oddbogagluggar með lituðu gleri vörpuðu sólarljósinu, daufu
og mjúku, um bekki og' ganga. Kórinn var víður, og innst i
honum fyrir miðjum stafni stóð altarið með gullnum ljósa-
stikum og gildum kertum, kaleik og platínu, og var hvort
tveggja af skíru silfri.
Stór liiblía lá á altarinu, en ylir því reis altaristaflan, og var
á hana máluð mynd Móse, þar sem hann kom niður af Sínaí-
fjalli með lögmálstöflurnar.
Kirkjan var að verða íullskipuð, en þó hélt fólk áfram að
streyma inn. Það gekk hægt og hljóðlega, en djáknarnir, sem
vísuðu til sætis, voru með áhyggjusvip, því þeim duldist ekki,
að kirkjan mundi ekki rúma þann mannfjölda, sem koma
mundi. Það var þó ekki messa, sem fram átti að fara, heldur
kirkjuþingsfundur. Það var þriðji dagur þingsins, en aðsókn
hafði aldrei verið jafnmikil. Það var eins og' allir byggjust
við, að eitthvað sérstakt væri í aðsigi — eitthvað, sem þeir
mættu ekki fara á mis við.