Eimreiðin - 01.04.1941, Qupperneq 78
190
KUKL
EIMREIÐIN
álítur, að þetta sé cTrottins hús, sem við erum staddir í, þá
skjátlast honum mikillega. Því ég get fullvissað hann um, að
drottinn hefur fyrir löngu yfirgefið þetta hús og ykkur sömu-
leiðis. Þið hafið sjálf reltið hann þaðan og einnig úr hjörtum
ykkar, en í staðinn hafið þið feng'ið aðra gesti, og' þeir heita
dramb og hræsni, og nú hef ég talað.“
„Söfnuður og þingerindrekar hal'a heyrt ályktun þá, er lesin
var,“ mælti forsetinn um leið og Brandur Gestsson gekk út úr
kirkjudyrunum, „og eru menn tilbúnir að greiða atkvæði um
síðari kostinn?“
„Atkvæði! Atkvæði!“ kvað við um alla kirkjuna, og tók þá
forsetinn að lesa á ný: „Brandur Gestsson, er verið hefur
prestur í Samfélagi Rétttrúaðra manna, hefur gerzt sekur um
hneykslanlega villu, sem er þess eðlis, að henni verður ekki
lýst á vægari hátt en að nefna hana kukl.
Stjórn Samfélags Rétttrúaðra manna ályktar því, að Brandur
Gestsson skuli rækur úr kirkjufélagsskap vorum og eiga þang-
að aldrei afturkvæmt.
Þeir, sem greiða þessari ályktun atkvæði sitt, sýni það á
venjulegan hátt, með því að rétta upp hægri hönd sína.“
Hendur allra erindrekanna voru samstundis á lofti.
Forseti og varaforseti renndu augunum yfir sætaraðirnar,
þar sem erindrekar hinna ýmissu safnaða sátu, og ofurlitið
ísmeygilegt hros flögraði um hinar þunnu, gráfölu varir vara-
forsetans, og svo ávarpaði forsetinn kirkjugesti og erindreka
með þessum orðum:
„Brandur Gestsson er ekki lengur í þjónustu kirkjudeildar
vorrar, nafn hans skal verða strikað út úr bókum hennar, og
svo segi ég þessum þingfundi slitið.“
Um skapgerð og skapfestu.
Kf ég hcf gát á skapgerð minni, er heiðri minuin ekki liætt.
I). L. Moody.
Öll afrek eru einskis virði, ef ]iau eru ekki með heiðarleik unnin.
Andrew Carnegie.
Farsæld þjóðfélagsins er undir skapfestu einstaklinganna komin.
Channing.