Eimreiðin - 01.04.1941, Blaðsíða 82
194
VIÐREISN NÝFUNDNALANDS
eimreiðin
með minnkandi tolltekjum, en hins vegar sívaxandi fátækra-
styrk.
Enn fremur hafði verið hækkað afgjald á leigu náma og
skóg'a og jarða, en það g'af lítinn aukaarð. Þó margir hefðu
treyst vissum tekjuarði af áfengisverzlun ríkisins ( sem koin
i stað bannsins), þá urðu það vonbrigði, því fáir höfðu leng'-
ur ráð á að fá sér í staupinu annað en hrennsluspritt og
óþverra. Leng'i hafði allur þorri manna sparað við sig' mest
af lifsins gæðum, en nú tók út yfir. Nú þurfti margur að herða
á sultarólinni. Varð af þessu kurr um land allt. Og þegar nú
Kanada-bankarnir vildu ekki lána framar, þá var sá einn
kostur að biðja Englendinga og Kanadastjórn hjálpar. Til
bráðustu þarfa veitti Kanadastjórn um 1% milljón dollara,
en enska stjórnin um 2 milljónir. Englendingar skipuðu síð-
an 5 manna rannsóknarnefnd (Roynl Commission) til að
kynna sér allt ástand í landinu. Og næsta ár afsalaði þingið
sér yfirráðunum í hendur Englendingum. Þeir tóku nú að
sér fjármálin og veltu öllum skulduniim úr dollaraskuldbind-
ingum í voldugt sterlingspundalán með 3% rentu. Þar með
lækkuðu árlegar rentuskuldir Nflands um nálægt 2 milljónir
dollara og munaði um minna. Þingið var sent heim (44 þing-
menn).1) Ráðherrarnir (7) fengu lausn i náð.2) En lánds-
stjórinn (The Governor) var látinn sitja. í stað þingsins og'
ráðherranna skipuðu Englendingar 6 manna alræðisnefnd
(þrjá Breta og þrjá Nflendinga) til að stjórna landinu, þar
til fjárhagnum yrði komið í lag og' gamla stjórnarskipuniu
yrði tekin upp aftur.
Nefndin situr enn og mun vafalaust sitja lengi, því enn eru
mörg vandræði á Nflandi. En allt virðist nú færast óðum í
rétta átt. Enn þá er árlegur halli á ríkisrekstrinum, en sá
er munurinn, að Englendingar borga þann halla (þ. e. skatt-
greiðendur á Englandi).
Þetta er í fyrsta skifti í sögu Bretaveldis, að sjálfstjórnar-
nýlenda gefst upp fjárhagslega og' glatar sjálfstæðinu.
1) Þingmenn höfðu áður verið 57, en var fækkað þetta saina ár niður
í 44. Fækkunin þó aðeins í þjóðkjörnu deildinni.
2) Ráðherrar höfðu áður verið allt að 11.