Eimreiðin - 01.04.1941, Qupperneq 100
212
ÞAÐ ER MANNLEGT AÐ SKJÁTLAST
eimreiðim
inni um sjöleytið að kveldi sama tlags, og ætlaði hún þá að
vera þar.
Þetta var verulegt ævintýri, drengur! Ég var ákaflega for-
vitinn. Hvernig skyldi hún annars líta út, þessi stúlka, sem ég
kynntist á svo kynlegan hátt?
Gunnhildur sagði í einu bréfinu, að hún hefði g'ripið til aug-
lýsingarinnar í gainni. Ætlaði sér að leika á nokkur strákafífl>
en hætti við að gera öllum sama grikkinn, þar eð landi var í
hópnum.
„Jæja, áfram með söguna. — Ég drattaðist til stöðvarinnar
í tækan tíma. Gunnhildur ætlaði að hera litinn íslenzkan fána
í hendinni. Atti hann að vera mér til trvggingar þvi, að ég
færi ekki villur í leit minni að hinni einu réttu Gunnhildi. —
Þegar ég nálgaðist stöðina, tók ég eftir stúlku, sem stóð undir
afdrepinu viðdnnganginn. Hún mjakaði sér, vitanlega af kven-
legri feimni, lengra inn í skuggann, og lét litinn íslands-fána
blakta í hendi sér.
Ég gekk rakleiðis lil hennar og heilsaði brosandi. Hún tók
vel kveðju minni, en samt óframfærnislega. Við þúuðumst, að
samkomulagi. En það tíðkast mjög, að landar þúist, þá er þeir
hittast fjarri gamla Fróni.
Við héldum nú þegjandi sem leið liggur upp götuna og l'ram
hjá Palmehaven í áttina til skógarins. — Þögnin er mér mjög
óhugnanleg. Ég stelst til þess að horfa á stúlkuna, en sé ógjörla
frainan í hana sökum kvöldhúmsins. En fögur var hún, að mér
virtist — tignarleg, festuleg, og fyrirmannleg. Loksins rýf ég
þögnina og spyr, hvort það geti verið, að við hefðum sézt fvrr.
Ég spurði til þess að leiða talið að einhverju. — Nei, ekki hélt
hún. Annars gat það svo sem verið, að við hefðum sézt á ein-
liverju götuhorninu, i einhverjum strætisvagni eða þá í lest.
Hún svaraði eins og út í hött, og góndi á lest, sem þaut inn
á Charlottenlundstöðina. — Hvaðan ég væri. Ég' var Aust-
firðingur. — Hún var Vestfirðingur, hafði þegar skrifað
mér það.
Smám sainan rættist úr talinu, þvi að hugir okkar leituðu
heim — heim yfir djúpið mikla til átthaganna. Við vorum tveir
útlagar á framandi strönd, útlagar með mörg hin sönm hugð-
arefni.