Eimreiðin - 01.04.1941, Blaðsíða 102
214
I'AÐ ER MANNLEGT AÐ SIÍJÁTLAST
eimreiðin
Það tókust ástir með okkur Gunnhildi. En ég vissi af gani-
allri reynslu, að flas er ekki til fagnaðar og bað því eigi þegar
um hönd hennar og hjarta. Eg ætlaði mér ekki að kvænast ann-
arri Erlu! Nú, jæja, samt fór nú svo, að hin mikla stund rann
upp í skóginum okkar, að við heitbundumst. Ég hað hennar
í rauninni aldrei, — slíkt hefur ekki borið á góma. En hún
Gunnhildur mín trúði mér fyrir leyndarmáli, sem olli því, að
hjal okkar endaði í löngum kossum. Það var nefnilega það,
að ....“
„Siggi, kaffið er til! Gerið þið svo vel!“ kallaði glaðleg rödd
og Jiætti við: „Ég lield þú kritir nú frásögnina, Siggi ....“
Hún botnaði frásögnina með skellihlátri. Sigurður lauk aldrei
AÚð sína setningu, en tólc að hlæja tryllingslega.
„Konan min hefur nefnilega verið heima, hérna í stofunni
við hliðina," sagði hann, þá er hann fékk mælt fyrir hlátri.
Hann opnaði hurðina að stofunrii. Frúin gelvlv til móts við
mig.
„Konan min, frú Gunnhildur Erla Þorláksdóttir, Jóhanns-
sonar og ...“ Sigurður komst aldrei lengra fyrir hlátri. Þau
hlógu bæði, hjónin grétu af hlátri. Ég' varð hálfvandræðalegur
fyrst í stað. Eg vissi, að lilegið var að mér, í og með. En að
lokum tók ég undir fullum liálsi, þvi að það er hlægilegur
munur á fyrsta og öðru hjónabandi — sömu aðila. Þau voru
hamingjusöm. Það var óhætt um það. Þau voru svo samlient
um að helga heimilinu lvrafta sína.
Ævihaustið.
Þó að ævihaustið húmi,
hárin gráni, fölni kinn,
það má liggja í léttu rúmi:
löng og björt er eilífðin.
Halla Loftsdóttir.