Eimreiðin - 01.04.1941, Síða 106
'218
ÓSÝXILEG ÁHRIFAÖFL
eimreiðin
notiiði dáleiðslu. Jesús Kiist-
ur, frelsari mannkynsins, not-
aði hana í fullkomnara mæli
en nokkur annar. Yógar og
fakírar Indlands, kristnir vís-
indamenn, eins og fylgjendur
Mary Baker Eddy eru kallaðir,
spíritistar, skyggnir miðlar og
leiðtogar allra kynslóða, þar á
meðal flogaveika mikilmennið
Napoleon mikli, hafa notað
dáleiðslu, ýmist vitandi eða ó-
afvitandi, og svo gera margir
á vorum dögum.
Er ég var enn niðursokkinn
í að hugsa um þessi efni, kom
vinur minn hinn dulfróði aft-
ur úr ferð sinni upp fjallshlíð-
ina, en þangað npp hafði hann
gengið til að kynna sér veg-
inn til Lhama-klaustursins
mikla, þessa frægasta dul-
fræðiseturs allra þeirra, sem
eru i grennd við Lhasa, höfuð-
borg hins viðlenda og lítt
kunna lands Thíbets. A þessuin
slóðum er fólkið nálega eins
hvítt á hörund eins og vér, en
líkist að útliti hinum göfuga
kynþætti Parsa, sem telur að-
eins áttatíu þúsundir manna af
öllum hinum mörgu milljónum
ibúa Indlands. Hér er það sið-
ur, að stúlkur giftast öllum
bræðrum mannsefnis sins,
jafnframt því sem þær giftast
mannsefninu sjálfu, þar sem
kvenfólkið er injög fátt í hlut-
falli við karlkynið í þessum
héruðum.
Með vini minum kom mjög
einkennileg og dularfull per-
sóna í skarlatsrauðum kyrtli
og með svart hiifuðfat. Maður
þessi var ríðandi, meinlæta-
legur á svip og einhentur.
Þetta var sendiboði frá
Lhama-klaustrinu, sem lá hátt
uppi í fjöllunum á snækrýnd-
um goðatindi, einangrað frá
öllum truflandi áhrifuin
menningarinnar. En þarna i
klaustrinu vissi ég þó, að allir
leyndardómar menningarinn-
ar voru kunnir —- og meira að
segja leyndardómur sjálfs
lifsins.
Riddaraforinginn, því sú var
tign hans, færði mér þau stór-
tíðindi, að ég myndi brátt
hljóta þann heiður, að verða
Riddaraforingi i reglu Aust-
urlanda, sem er álika virðu-
legur titill og jarlstitill heima
á Englandi. Eg varð alveg orð-
laus af undrun og vissi ekki
hvaðan á mig stóð veðrið. —
Hvernig mátti hann vita slíkt?
Hver hafði frætt hann? Hvers
vegna hafði honum horizt slík
vitneskja? En tíminn átti eftir
að leiða i ljós, að þessi f.jar-
hrifa-fregn, sem komin var
um þúsundir mílna veg i hug
hans, var sönn og í alla staði
laukrétt. Eg' bauð þessum tigna